Burn Notice (3. þáttaröð)

Þriðja þáttaröðin af Burn Notice var frumsýnd 4. júní 2009 og sýndir voru 16 þættir.

Aðalleikarar

breyta

Gestaleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Friends and Family Matt Nix Tim Matheson 04.06.2009 1 - 29
Michael syndir í land og endar síðan í fangelsi. Hann er leystur út af gömlum vini sínum Harlan. Harlan biður Michael um aðstoð í að ræna Rufino Cortez, glæpamanni frá Venezúela.
Question and Answer Alfredo Barrios, Jr. John T. Kretchmer 11.06.2009 2 - 30
Michael aðstoðar Patriciu en henni vantar aðstoð við að fá son sinn tilbaka frá eiginmanni sínum Howard. Komast þau að því að sonur hennar var rænt af demantaþjófinum Santoras. Á sama tíma þá kemst Michael í kynni við rannsóknarfulltrúann Paxson sem er á eftir honum.
End Run Craig O´Neill Dennie Gordon 18.06.2009 3 - 31
Vopnasalinn Tyler Brennen snýr aftur og rænir Nate. Kúgar hann Michael í þeim tilgangi að ræna vopni fyrir hann. Á sama tíma þarf hann að komast undan spurningum rannsóknarfulltrúans Paxson.
Fearless Leader Michael Horowitz John T. Kretchmer 25.06.2009 4 - 32
Til þess að komast undan eftirliti Paxsons þá ákveður hann að ráðast gegn hættulegasta glæpamanni Miami, sem Paxson hefur ekki getað handtekið.
Signals and Codes Jeremiah Chechik Jason Tracey 09.07.2009 5 - 33
Michael kynnist Spencer Wachowski, ofsóknarfullum stærðfræðingi sem vantar aðstoð. Á sama tíma þá ákveður Michael að finna nýjan tengilið inn í njósnasamfélagið.
The Hunter Ryan Johnson (saga) og Lisa Joy (sjónvarpshandrit Bryan Spicer 16.07.2009 6 – 34
Þegar Michael kemst að því að gamall óvinur hans úr fortíðinni Chechik er að leita að honum, þá snýr hann sér að undirheimaforingjanum Beck um aðstoð. En um leið og þeir hittast þá er þeim rænt en ná að flýja inn í óbyggðir Flórída. Á sama tíma þá er Michael boðið starf af Tom Strickler sem er umboðsmaður njósnara og getur hjálpað honum að verða njósnari aftur.
Shot in the Dark Ben Watkins Ernest R. Dickerson 23.07.2009 7 - 35
Michael aðstoðar dreng sem reyndi að stela byssu frá Fionu og ætlaði sér að nota hana á stjúpföður sinn Erik Luna. En stjúpfaðir hans er ofbeldisfullur og ætlar sér að taka börnin frá eiginkonu sinni. Á sama tíma þá heldur Strickler áfram að fá Michael til að vinna fyrir sig.
Friends Like These Rashad Raisani Félix Enríquez Alcalá 30.07.2009 8 - 36
Michael aðstoðar Barry, eftir að listi yfir viðskiptavini hans er rænt. Á sama tíma biður Strickler hann um greiða í staðinn fyrir að vinna í að eyða brunatilkynningu hans.
Long Way Back Craig O´Neill Jeff Freilich 06.08.2009 9 - 37
Gamall óvinur Fionu er kominn til að drepa hana en bróðir hennar hefur komið til að hjálpa henni. Á sama tíma þarf Michael að undirbúa sig fyrir viðtal sem Strickler hefur komið á en vandamálið er að Michael þarf að segja að hann gerði hluti sem hann gerði ekki.
A Dark Road Matt Nix John T. Kretchmer 21.01.2010 10 - 38
Michael aðstoðar ekkju sem hefur lent í tryggingasvindli. Til þess að geta aðstoðað hana þá þarf Madeline að vingast við tryggingastarfsmann til þess að fá upplýsingar um svindlarana.
Friendly Fire Alfredo Barrios, Jr. Terry Miller 28.01.2009 11 - 39
Michael aðstoðar gamlan vin Sam sem biður þá um aðstoð til að finna barnaníðing sem verndaður er af glæpagengi. Á sama tíma kynnist Michael manni sem heitir Gilroy og hefur áhuga á að vinna með honum.
Noble Causes Ben Watkins Michael Zinberg 04.02.2010 12 - 40
Michael aðstoðar gamla nágrannann sinn Sugar en svo virðist sem frændi hans hefur vingast við hættulegt þjófagengi.
Enemies Closer Jason Tracey Kevin Bray 11.02.2010 13 - 41
Fyrrverandi leiðbeinandi Michaels, Larry, snýr aftur. Svo virðist sem Larry hafi notast við nafn Michaels til að stela frá kólumbískum eiturlyfjasamtökum og hafa þau sent leigumorðingja til að drepa hann. Á sama tíma þá biður Gilroy hann um að stela flugáætlanir fyrir næstu sex vikurnar.
Partners in Crime Michael Horowitz Dirk Craft 18.02.2010 14 - 42
Michael aðstoðar eiganda tískuhúss en þegar hann er myrtur þá þarf Michael að aðstoða manninn sem sakaður um morðið sem raunverulega er saklaus. Á sama tíma reynir Fiona að nálgast pólskan embættismann um upplýsingar um innihald flugvélarinnar sem Gilroy er á eftir.
Good Intenions Rashad Raisani Dennie Gordon 25.02.2010 15 - 43
Fiona gerist starfsmaður mannræningjahóps en þarf aðstoðar Michaels og Sams. Á sama tíma þá aðstoðar Michael, Gilroy í að frelsa stórhættulegan fanga að nafni Simon úr fangaflugi.
Devil You Know Matt Nix Matt Nix 04.03.2010 16 - 44
Michael finnur sig sem eftirlýstan mann af Alríkislögreglunni eftir að hafa hjálpað að frelsa Simon. Á sama tíma hittast Simon og Michael, sem hótar að sprengja upp hótel í Miami ef Michael aðstoðar hann ekki í að fá yfirstjórnina til Miami. Þátturinn endar á því að Michael enda á óþekktum stað sem fangi.

Tilvísanir

breyta

Heimild

breyta