Efnismenning á við um efnislega þætti menningar sem birtist í hlutum og mannvirkjum sem umkringja fólk. Efnismenning nær yfir notkun, neyslu, sköpun, og viðskipti með hluti, og líka atferli, viðmið, og siði sem skapast í kringum eða með efnislega hluti. Hugtakið er notað í fornleifafræði, mannfræði og þjóðfræði, með áherslu á efnislegar minjar sem má rekja til menningar fortíðar eða samtímans.

Endurgerð matreiðslutæki byggð á fyrirmyndum frá 5. öld f.Kr.

Rannsóknir á efnismenningu eru þverfaglegar rannsóknir á tengslum fólks og hluta: gerð þeirra, sögu, varðveislu, og túlkun. Slíkar rannsóknir sækja kenningar og aðferðir til bæði félags- og hugvísinda; svo sem til listasögu, fornleifafræði, mannfræði, sagnfræði, þjóðfræði, bókmenntafræði og safnafræði. Alls kyns hlutir geta fallið undir efnismenningu, allt frá byggingum og öðrum mannvirkjum að bókum eða skartgripum. Efnismenning nær líka yfir mótun líkamans; til dæmis með hárskurði, húðflúrum eða líkamsrækt.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.