Bojko Borisov

Forsætisráðherra Búlgaríu
(Endurbeint frá Boyko Borisov)

Bojko Metodiev Borisov (búlgarska: Бойко Методиев Борисов; f. 13. júní 1959) er búlgarskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Búlgaríu frá 2009 til 2013, 2014 til 2017, og 2017 til 2021. Borisov er formaður hægrisinnaða GERB-flokksins og var áður borgarstjóri Sófíu frá 2005 til 2009.

Bojko Borisov
Бойко Борисов
Bojko Borisov árið 2019.
Forsætisráðherra Búlgaríu
Í embætti
4. maí 2017 – 12. maí 2021
ForsetiRumen Radev
ForveriOgnjan Gerdzhikov (starfandi)
EftirmaðurStefan Janev (starfandi)
Í embætti
7. nóvember 2014 – 27. janúar 2017
ForsetiRosen Plevneliev
Rumen Radev
ForveriGeorgi Bliznasjki (starfandi)
EftirmaðurOgnjan Gerdzhikov (starfandi)
Í embætti
27. júlí 2009 – 13. mars 2013
ForsetiGeorgi Parvanov
Rosen Plevneliev
ForveriSergei Stanisjev
EftirmaðurMarin Rajkov (starfandi)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. júní 1959 (1959-06-13) (65 ára)
Bankja, Búlgaríu
ÞjóðerniBúlgarskur
StjórnmálaflokkurGERB
MakiStela Borisova (skilin)
Tsvetelina Borislavova (skilin)
Börn1
Undirskrift

Borisov er einnig fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og hefur spilað með knattspyrnuliðinu FC Vitosha Bistritsa. Árið 2013 varð hann elsti leikmaður sögunnar í atvinnumannadeild í Búlgaríu þegar hann lék í 54 mínútur með annarrar deildar liði Vitosha Bistritsa, þá 54 ára gamall.[1]

Æviágrip

breyta

Bojko Borisov hefur starfað sem slökkviliðsmaður og á yngri árum vann hann jafnframt sem lífvörður Todors Zhívkov, síðasta kommúnistaleiðtoga Búlgaríu.[2] Hann starfaði hjá búlgarska innanríkisráðuneytinu frá 2001 til 2005.[3][4][5][6][7][8]

Árið 2005 var Borisov þingframbjóðandi fyrir Þjóðarhreyfingu fyrrverandi búlgarska keisarans Símons 2.. Hann náði kjöri en ákvað að halda áfram störfum í innanríkisráðuneytinu frekar en að taka sæti á þingi. Borisov var kjörinn borgarstjóri Sófíu síðar sama ár.[9] Árið 2009 leiddi Borisov nýja hægriflokkinn GERB (nafnið er búlgörsk skammstöfun fyrir nafnið „Borgarar í þágu evrópskrar þróunar Búlgaríu“) til sigurs í þingkosningum og varð forsætisráðherra Búlgaríu. Hann sagði af sér í mars 2013 vegna fjöldamótmæla gegn bágu efnahagsástandi og spillingu í landinu. Þegar kosningar voru haldnar á ný í maí sama ár hlaut GERB um þriðjung atkvæða.[10]

Borisov sagði aftur af sér og kallaði til snemmbúinna þingkosninga í janúar árið 2017 eftir að frambjóðandi GERB-flokksins bað ósigur í forsetakosningum Búlgaríu í nóvember árið áður á móti Rumen Radev, frambjóðanda Sósíalistaflokksins.[11] GERB fékk flest atkvæði í kosningunum sem haldnar voru í mars 2017 og Borisov sneri því aftur á forsætisráðherrastól að þeim loknum.[12]

Á þriðja kjörtímabili sínu frá árinu 2017 átti Borisov í harðsvírugum deilum við Radev forseta, sem sakaði Borisov um að leyfa spillingu að blómstra í Búlgaríu og um að reyna að vængstífa stjórnarandstöðuna. Borisov sakaði Radev á móti um að reyna að grafa undan ríkisstjórninni með því að beita neitunarvaldi sínu ítrekað gegn lagafrumvörpum GERB-flokksins.[13][14]

Í júní 2020 brutust út fjöldamótmæli gegn stjórn Borisovs sem vörðuðu ýmis spillingarmál. Kveikjan að mótmælunum varð þegar öryggislögreglan NSO stöðvaði búlgarskan þingmann á leið á baðströnd við Svartahaf nærri heimili Ahmeds Dogans, fyrrverandi leiðtoga Réttinda- og frelsishreyfingarinnar. Dogan var sakaður um að sölsa undir sig land í eigu hins opinbera og þiggja vernd á kostnað búlgarskra skattgreiðenda. Eftir að Rumen Radev lét þau orð falla að Dogan ætti ekki að njóta friðhelgi frá ákæru gerðu saksóknarar rassíu á skrifstofur forseta og handtóku tvo starfsmenn hans. Mótmælendurnir kröfðust afsagnar Borisovs og sökuðu hann um valdníðslu og spillingu, auk þess sem hann og ríkissaksóknarinn Ívan Gesjev voru sakaðir um að ganga mála olígarka sem réðu landinu á bak við tjöldin.[15] Auk þess var óánægja víðtæk vegna viðbragða stjórnarinnar við alþjóðlega kórónaveirufaraldrinum, en smittíðni í landinu hafði hækkað verulega eftir að stjórnin lét aflétta samkomutakmörkunum.[16]

Borisov stakk upp á breytingum á stjórnarskrá Búlgaríu til að koma til móts við mótmælendurna en tillögur hans féllu í grýttan jarðveg.[15] Borisov hafnaði kröfum um afsögn sína og sat til loka kjörtímabils síns árið 2021, en baðst lausnar eftir að GERB tapaði verulegu fylgi í kosningum í apríl.[17] Vegna pattstöðu sem myndaðist á búlgarska þinginu eftir kosningarnar voru þær endurteknar tvisvar á árinu, fyrst í júlí og síðan í nóvember. Staða GERB-flokksins batnaði þó ekki þegar kosningarnar voru endurteknar.[18]

Einkahagir

breyta

Borisov er fráskilinn og á eitt barn með fyrrverandi konu sinni.

Önnur sambýliskona Borisovs til langs tíma var Tsvetelina Borislavova, heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu og lengi viðskiptafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem rak um skeið með henni fjárfestingabankann EIBank.[19]

Tilvísanir

breyta
  1. „Úr ráðherrastóli í atvinnumennskuna“. RÚV. 26. ágúst 2013. Sótt 16. nóvember 2021.
  2. Atli Ísleifsson (27. mars 2017). „Borgaralegi flokkurinn Gerb sigraði í búlgörsku þingkosningunum“. Vísir. Sótt 16. nóvember 2021.
  3. „Обясненията за показните убийства“. 12. júlí 2007.
  4. „Акциите на МВР - приказка без край“. 30. október 2005.
  5. „Джеф Стайн не приема поканата на Бойко Борисов“.
  6. „Бойко Борисов забравил спомените си за "Топлофикация". Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2022. Sótt 17. nóvember 2021.
  7. „Бойко Борисов: Като искате от мен отговорност, дайте ми права“.
  8. „Много координатори - хилаво почистване“. 2. janúar 2008.
  9. Lilov, Grigor (2013). Най-богатите българи (1. útgáfa). Sofia: "Кайлас" ЕООД. bls. 15. ISBN 978-954-92098-9-1.
  10. „Útlit fyrir pólitíska pattstöðu“. mbl.is. 12. maí 2013. Sótt 16. nóvember 2021.
  11. Ævar Örn Jósepsson (15. nóvember 2017). „Spáð spennandi kosningum í Búlgaríu“. RÚV. Sótt 16. nóvember 2021.
  12. Ævar Örn Jósepsson (27. mars 2017). „Borisov hélt velli í Búlgaríu“. RÚV. Sótt 16. nóvember 2021.
  13. news.bg (9. maí 2019). „Борисов се възмути: Всяко изказване на Радев е против управлението“. News.bg (búlgarska). Sótt 21. ágúst 2019.
  14. „Борисов: Радев опита да направи предизборен подарък на БСП | webcafe.bg“. www.webcafe.bg. Sótt 21. ágúst 2019.
  15. 15,0 15,1 Markús Þ. Þórhallsson (14. ágúst 2020). „Tillögu Borisovs um nýja stjórnarskrá hafnað“. RÚV. Sótt 16. nóvember 2021.
  16. Kristján Róbert Kristjánsson (13. júní 2020). „Mikil mótmæli í Búlgaríu“. RÚV. Sótt 16. nóvember 2021.
  17. Ævar Örn Jósepsson (4. apríl 2021). „Líkur á stjórnarskiptum í Búlgaríu“. RÚV. Sótt 16. nóvember 2021.
  18. Ævar Örn Jósepsson (15. nóvember 2021). „Glænýr flokkur gegn spillingu sigurvegari þingkosninga“. RÚV. Sótt 16. nóvember 2021.
  19. Aðalheiður Ámundadóttir (10. október 2017). „Ræðismaður fyrir Ísland orðuð við skipulagða glæpastarfsemi“. Fréttablaðið. bls. 6.


Fyrirrennari:
Sergei Stanisjev
Forsætisráðherra Búlgaríu
(27. júlí 200913. mars 2013)
Eftirmaður:
Marin Rajkov
(starfandi)
Fyrirrennari:
Georgi Bliznasjki
(starfandi)
Forsætisráðherra Búlgaríu
(7. nóvember 201427. janúar 2017)
Eftirmaður:
Ognjan Gerdzhikov
(starfandi)
Fyrirrennari:
Ognjan Gerdzhikov
(starfandi)
Forsætisráðherra Búlgaríu
(4. maí 201712. maí 2021)
Eftirmaður:
Stefan Janev
(starfandi)