Blesgæs (fræðiheiti: Anser albifrons) er fugl af andaætt sem tilheyrir ættkvísl gæsa. Tegundin er náskyld fjallgæs (Anser erythropus), smávaxinni austurevrópskri gæsategund, sem svipar mjög að blesgæs í útliti.

Blesgæs
Blesgæs á beit.
Blesgæs á beit.

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Ættkvísl: Gráar gæsir (Anser)
Tegund:
A. albifrons

Tvínefni
Anser albifrons
(Scopoli, 1769)
Þrínefni
A. a. albifrons
(Scopoli, 1769)
A. a. flavirostris
( Scott, 1948)
Anser albifrons

Hvanneyrarjörðin og fleiri jarðir í Andakíl eru friðlýstar sem mikilvægt búsvæði fyrir blesgæs sem hefur þar viðkomu vor og haust á leið til og frá varpstöðvum á Grænlandi[1]

Veiðar á blesgæs eru bannaðar á Íslandi.

Flokkun

breyta

Líkt og aðrar gráar gæsir hefur blesgæs ættkvíslarheitið Anser og er því náskyld öðrum tegundum af sömu ættkvísl. Hún er af andaætt og til heyrir því yfirættbálki gás- og hænsnfugla (Galloanserae).

Lýsing

breyta

Fuglinn er miðstór af gæs að vera, og er að meðaltali um 64 - 78 cm löng með 130 - 160 cm vænghaf. [2]

Háls blesgæsar er stuttur, fætir rauð-appelsínugulir og fullorðinn fugl hefur einkennandi hvíta blesu, sem gefur fuglinum nafn sitt. Líkt og aðrar gráar gæsir er blesgæsin grábrún, og er dekkri á baki en kviði, blesgæsin er dekkst gráu gæsanna sem sjást á Íslandi. Fullorðnir kynþroska einstaklingar hafa svartar þverrákir á kviði líkt og aðrar tegundir í sömu ættkvísl. Karl og kvenfuglar eru ekki áreiðanlega sundurgreinanlegir frá útliti eða stærð. [2][3]

undirtegund blesgæsa sem helst er að finna á íslandi hefur dekkra höfuð en undirtegundin sem heldur til Síberíu.

Dreifing og búsvæði

breyta

Blesgæs má ekki telja til íslenskra varptegunda, en fuglinn er aðeins umferðarfugl hér á landi. Því má oft sjá blesgæsir snemma á vorin í stórum hópum, einna helst á suðurlandi, þar sem þær safnast saman og byrgja sig upp fyrir áframhaldandi flug til Grænlands (Undirtegund: A. albifrons flavirostris). [3]

Hluti Evrópustofnsins hefur þó varplönd í túndrunni í Síberíu, og tilheyrir annarri undirtegund (A. albifrons albifrons) en þeir einstaklingar sem verpa í Grænlandi.[2]

Fuglarnir sem staldra hér við á leið sinni norð-vestur eru flestir frá Írlandi og Skotlandi.[2]

 
Dreifing blesgæsa

Þrjár undirtegundir er að finna í Norður-Ameríku, en þeir fuglar hafa almennt vetursetu í Alaska fylki og norður Kanada.

Blesgæsir er helst að finna á stórum túnum þar sem þær liggja á beit.

Tilvísanir

breyta
  1. Fréttir frá Umhverfisráðuneyti nr. 1761
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Lars Svensson, Killian Mullarney & Dan Zetterström (2023). Collins Bird guide 3ja útgáfa. HarperCollinsPublishers.
  3. 3,0 3,1 „Gæsir“. Fuglavernd.is. Sótt 22. janúar 2024.
Anser albifrons