Opna aðalvalmynd

Björn Zoëga (f. 1964) er bæklunarskurðlæknir, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, og tilvonandi forstjóri Karólínska sjúkra­húss­ins í Svíþjóð.

Ævi og störfBreyta

Björn er fæddur 26. apríl 1964 í Reykjavík. Ættarnafnið Zoëga má rekja til Danans Jóhannesar Zoëga sem fluttist til landsins 1787.[1] Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984. Hann lærði læknisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1990. Hann fékk doktorsgráðu frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð 1998.[2]

Björn sat í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1990 til 1991. Hann spilaði körfuknattleik með íþróttafélaginu Val.

Hann lærði bæklunarskurðlækningar við Sahlgrenska háskjólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíðþjóð og fékk sérfræðingsleyfi 1996. Hann var yfirlæknir hryggjarskurðdeildar bæklunardeildar á Sahlgrenska frá 1999 til 2002.[3]

Hann var yfirlæknir skurðstofu Landspítalans í Fossvogi frá 2002[4] og sviðstjóri skurðlækningasviðs spítalans frá 2005.

Björn var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum 2009 til 2013.[5] Áður hafði hann leyst af sem fram­kvæmda­stjóri lækn­inga frá 2007.[3]

Hann var forstjóri spítalans frá 2010 til 2013.[5] Áður hafði hann leyst af sem forstjóri frá apríl til október 2008.[3]

Frá 2016 hefur hann starfað fyrir sænsku heilbrigðissamsteypuna GHP, sem rekur spítala og heilsugæslustöðvar á Norðurlöndunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann var forstjóri hryggjarskurðdeilda þeirra í Stokkhólmi og Gautaborg. Frá 2017 hefur hann verið aðalframkvæmdastjóri lækningasviðs GHP.[6]

Björn situr í stjórn lyfjafyrirtækisins Alvotech.[6]

Árið 2019 var Björn ráðinn forstjóri Karólínska sjúkra­húss­ins í Svíþjóð, hann tekur við því starfi um vorið.[7]

TilvísanirBreyta

  1. Nýjar bækur. Morgunblaðið, 7. júlí 2000.
  2. Læknar á Íslandi. Útgáfufyrirtækið Þjóðsaga, 2000. Gunnlaugur Haraldsson ritstýrði.
  3. 3,0 3,1 3,2 Björn áfram lækn­inga­for­stjóri. Morgunblaðið, 12. febrúar 2009.
  4. Björn Zoëga sviðsstjóri lækninga á skurðlækningasviði. Fréttabréf Landspítalans, 8. apríl 2005.
  5. 5,0 5,1 Björn Zoëga læt­ur af störf­um. Morgunblaðið, 27. september 2013.
  6. 6,0 6,1 Ráðinn aðalframkvæmdastjóri lækningasviðs. Viðskiptablaðið, 2. nóvember 2017.
  7. „Björn Zoëga tekur við sem forstjóri Karólínska“. Fréttablaðið. 29. janúar 2019.