Chimamanda Ngozi Adichie

Chimamanda Ngozi Adichie (fædd 15. september 1977) er nígerískur rithöfundur. Hún byrjaði snemma að lesa, um fjögurra ára, og var einungis 7 ára þegar hún byrjaði að skrifa sögur[1]. Chimamanda ólst upp í Nsukka í Nígeríu og er næst yngst af sex systkinum. Foreldrar hennar eru Grace Ifeoma og James Nwoye Adichie[2]. Á uppvaxtar árum Chimamanda störfuðu báðir foreldrar hennar við háskóla Nígeríu í Nsukka; faðir hennar sem kennari og móðir hennar sem ritari. Chimamanda byrjaði í læknis- og lyfjafræði við háskóla Nígeríu en hætti eftir eitt og hálft ár, þá 19 ára gömul, og fór til Bandaríkjanna. Þar fékk hún námsstyrk til háskólanáms í stjórnmálafræði og samskiptum við Eastern Connecticut ríkisháskólann. Þaðan útskrifaðist hún 2001 og tók síðan meistarnám í skapandi skrifum við Johns Hopkins háskólann í Baltimore. Árið 2008 lauk hún sinni annari meistaragráðu, þá í afrískum fræðum við Yale háskólann[2].

Chimamanda Ngozi Adichie (2013)

Ritverk

breyta
 
Adichie, 2014

Chimamanda hefur gefið út þrjár skáldsögur og eitt smásagnasafn en auk þeirra hefur hún skrifað greinar í tímarit, komið fram á ýmsum ráðstefnum og viðtölum. Sögur hennar hafa verið þýddar á 30 tungumál[3]

Purple Hibiscus

breyta

Á lokaári sínu í Eastern Connecticut ríkisháskólanum byrjaði hún að skrifa sína fyrstu skáldsögu. Bókin, sem kallaðist Purple Hibiscus, kom út í október 2003[2] og segir frá hversdagslífi Nígerískrar fjölskyldu á tímum mikilla samfélagsbreytinga í kjölfar valdaráns hersins[4].

Bókin hefur unnið til þriggja verðlauna:

  • Hurston/Wright Legacy verðlaunin 2004 fyrir bestu frumraun í flokki skáldverka.
  • Comonwealth Writer's verðlaunin 2005 fyrir bestu fyrstu bók í flokki Afríku.
  • Commonwealth Writer's verðlaunin 2005 fyrir bestu fyrstu bók í almennum flokki [5].

Half of a Yellow Sun

breyta

Önnur skáldsaga Chimamanda, Half of a Yellow Sun, kom út árið 2006[2]. Sagan fylgir lífi vel stæðra tvíburasystra og lífi fátæks drengs og hvernig líf þeirra þriggja fléttast saman í Biafrastríðinu[6].

Half of a Yellow Sun hefur unnið til fjögurra verðlauna:

  • Anisfield-Wolf bókaverðlaunin 2007 í flokki skáldsagna.
  • Pen 'Beyond Margins' verðlaunin 2007.
  • Orange Broadband verðlaunin í flokki skáldsagna.
  • Baileys Women's Prize for Fiction, "Best of the Best"[7].
  • Besta bók ársins, valin af People and Black Issues Book Review[3].

The Thing around Your Neck

breyta

Árið 2009 kom út smásagnasafnið The Thing around Your neck[2]. Sögur bókarinnar eru alls tólf og fjalla allar á einn eða annan hátt um árekstur ólíkra hópa og menningarheima. [8]

Americanah

breyta

Í kjölfar rannsóknarstyrks sem Chimamanda fékk frá Harvard háskólanum gat hún lokið við þriðju skáldsögu sína, Americanah, sem kom út árið 2013[2]. Í Americanah er sögð saga nígerískrar stúlku sem flytur til Bandaríkjanna í leit að betra lífi og saga vinar hennar sem varð eftir í Nígeríu[9].

Americanah hefur fengið eftirfarandi verðlaun og viðurkenningar:

  • Chicago Tribune Heartland verðlaunin 2013, í flokki skáldsagna.
  • National Book Critics Circle verðlaunin 2013 í flokki skáldsagna.
  • Komst á lista New York Times Book Review yfir tíu bestu bækur ársins 2013.
  • Komst á lista BBC yfir tíu bestu bækur ársins 2013[5].

Önnur verk

breyta

Árið 1997 gaf Chimamanda út ljóðasafnið Decisions og ári síðar, 1998, var handrit hennar For Love of Biafra útgefið[10]

TedTalks

breyta

Chimamanda hefur komið fram á tveimur TedX ráðstefnum. Í október 2009 hélt hún ræðu sem hún kallar The Danger of a Single Story sem fjallaði um mikilvægi þess að fá að heyra raddir og sögur frá mörgum sjónarhornum[1]. Í apríl fjórum árum seinna, 2013, kom hún aftur fram og hélt ræðuna We Should All be Feminists þar sem hún ræðir um kvennréttindi[11].

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta