George Berkeley
George Berkeley (12. mars 1685 – 14. janúar 1753), einnig þekktur sem Berkeley biskup, var áhrifamikill írskur heimspekingur, sem setti fram hughyggjukenningu, sem er ágætlega lýst með slagorðinu „Esse est percipi“ eða „að vera er að vera skynjaður“. Kenningin er í hnotskurn sú að það eina sem við getum þekkt séu skynjanir okkar og hugmyndir um hluti en ekki sértekningar á borð við „efni“. Berkeley samdi nokkur rit en frægust þeirra eru sennilega Ritgerð um lögmál mannlegrar þekkingar (Treatise Concerning the Principles of Human Knowledge) (1710) og Þrjár samræður Viðars og Huga (Three Dialogues between Hylas and Philonous) (1713) (nafn Philonous, sem er málsvari Berkeleys sjálfs, þýðir „sá sem elskar hugann“ en Hylas, sem er nefndur eftir forngríska orðinu fyrir efni (einkum við), er málsvari heimspeki Johns Locke). Árið 1734 gaf Berkeley út Greinandann (The Analyst), sem var gagnrýni á undirstöður vísindanna og hafði mikil áhrif á þróun stærðfræðinnar.
George Berkeley | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 12. mars 1685 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 18. aldar |
Skóli/hefð | Raunhyggja, hughyggja |
Helstu ritverk | Ritgerð um lögmál mannlegrar þekkingar, Þrjár samræður Viðars og Huga |
Helstu kenningar | Ritgerð um lögmál mannlegrar þekkingar, Þrjár samræður Viðars og Huga |
Helstu viðfangsefni | þekkingarfræði, frumspeki |
Borgin Berkeley í Kaliforníu er nefnd eftir honum.
Helstu ritverk
breyta- 1709 Ritgerð um nýja kenningu um sjónskynjun (Essay towards a New Theory of Vision)
- 1710 Ritgerð um lögmál mannlegrar þekkingar (Treatise Concerning the Principles of Human Knowledge)
- 1713 Þrjár samræður Viðars og Huga (Three Dialogues between Hylas and Philonous)
- 1713 Greinandinn (The Analyst)
- 1734 Alkifrón eða Mínútuspekingurinn (Alciphron, or The Minute Philosopher)
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „George Berkeley“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. apríl 2006.