Ritgerð um lögmál mannlegrar þekkingar

A Treatise Concerning the Principles of Human Knowledge eða Ritgerð um lögmál mannlegrar þekkingar er rit um þekkingarfræði eftir írska heimspekinginn og raunhyggjumanninn George Berkeley sem kom út árið 1710. Ritinu var í hnotskurn ætlað að hrekja fullyrðingar eldri samtímamanns Berkeleys Johns Locke um eðli mannlegrar skynjunar, sem voru settar fram í ritinu Ritgerð um mannlegan skilning.

Treatise Concerning the Principles of Human Knowledge

Locke og Berkeley voru, líkt og allir raunhyggjumenn, sammála um tilvist ytri heims og að hinn ytri heimur væri valdur að hugmyndum okkar. Berkeley reyndi hins vegar að sanna að hinn ytri heimur samanstæði einungis af hugmyndum. Berkeley hélt því fram að „hugmyndir geti einungis líkst hugmyndum“ - hugmyndir okkar gætu einungis líkst öðrum hugmyndum (en ekki efnislegum hlutum) og því samanstæði hinn ytri heimur ekki af efnislegum hlutum, heldur hugmyndum. Berkeley reyndi að sýna fram á að það væri guð sem kæmi reglu á þennan heim.

Tengt efniBreyta

 
Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist