Basísk kvika er frumstæð kvika úr möttlinum.[1]

Streckeisen línurit: basískt djúpberg
Díórít silla efst, Glacier National Park, Montana
Eystrahorn: Gabbró innskot
Gabbró, Italia
Basísk kvika, Masaya eldfjall, Nicaragua

Jarðfræði

breyta

Myndun

breyta

Möttullinn er misheitur[2] og vegna mismunandi efnismassa[3] rís efnið sums staðar og sekkur annars staðar í þessum hluta jarðar. Bergið lendir þá á svæðum þar sem sumar steindir byrja að bráðna, basíska efnið fyrst. Svo er það léttara en umhverfið og berst upp úr möttlinum.[2]

Basísk bergbráð inniheldur minni kísil (Snið:Chem2) en aðrar kvikutegundir og myndar basalt eða djúpbergið gabbró við storknun. "Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er." [4]Basaltkvika: <52% SiO2.[3]Þessi kvika rís í flestum tilvikum beint til yfirborðs eða stendur stutt við í jarðskorpunni í kvikuhólfi áður en hún nær yfirborði.[4]

Eldgos

breyta

Eldgos þar sem basísk kvika fer með aðalhlutverk framleiðir oftast seigfljótandi hraun og byggir upp gíga eins og gjallgíga eða eldborgir, en líka dyngjur eins og Mauna Loa eldjall á Hawaii. "Alla jafna myndast lítil aska í slíkum eldgosum, þar sem kvikan inniheldur hlutfallslega lítið vatn og er mjög fljótandi og heit (1050-1250°C). Undantekningar frá þessari reglu eru tengdar utanaðkomandi vatni og óvenju háu vatnsmagni kvikunnar, en hvorutveggja hefur þau áhrif að sprengivirkni kvikunnar eykst og gjóskumyndun margfaldast." [4]

Dæmi um basísk eldgos á Íslandi eru eldgosin í Kröflu á árunum 1975-1984[4]en líka Grímsvatnagosið 2011.

"Þegar basaltísk bráð storknar fer það eftir aðstæðum hvaða bergtegund myndast; grófkristallað gabbró myndast við hæga kristöllun djúpt í jörðu, fínkornótt grágrýti (dólerít) í grunnstæðum innskotum eða þykkum hraunum, dulkornótt basalt í hraunum á yfirborði og basaltgler (túff) við hraðkólnun í vatni." [5]

Á Íslandi

breyta

Meginhluti alls bergs á Íslandi er basískt storkuberg, sbr. blágrýtismyndunin [6] og það er 79% nútímajarðmyndunar síðan landið byggðist. [7]

Í miðju rekbeltisins er þóleít en á jaðarsvæðum alkalíbasalt.[8]

Lýsingarorðið basískt

breyta

Lýsingarorðið basískt er afleitt orð. Basar eru efnafræðileg andstæða sýrna. [9]

Hins vegar væri kannski "í stað hinna (...) lýsingarorða basískur – ísúr – súr (...) því réttara að nota kísilrýr (basaltískur) – kísiljafn (andesískur) – kísilríkur (ríólískur) þótt sannlega séu þau risminni." [10]

Tilvísanir

breyta
  1. Ármann Höskuldsson. „Hvernig myndast súr kvika?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2008. Sótt 20. nóvember 2015. http://visindavefur.is/svar.php?id=7103.
  2. 2,0 2,1 Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík, Mál og Menning, 2004, 159
  3. 3,0 3,1 Hans-Ulrich Schmincke: Vulkanismus. Darmstadt 2000,22
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 Ármann Höskuldsson. „Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2008. Sótt 17. nóvember 2015. http://visindavefur.is/svar.php?id=7331.
  5. Sigurður Steinþórsson. „Hvað er basalt?“ Vísindavefurinn, 3. október 2011. Sótt 19. nóvember 2015. http://visindavefur.is/svar.php?id=59291.
  6. Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík, Mál og Menning, 2004, 126
  7. T. Thordarsson, G. Larsen: Volcanism in Iceland in historical time. Volcano types, eruption styles and eruptive history. (2007) http://www.geo.mtu.edu/~raman/papers2/Thordarson%20and%20Larsen%202007%20-%20Volcanism%20in%20Iceland.pdf (pdf-skjal)
  8. Olgeir Sigmarsson, Sigurdur Steinthórsson: Origin of Icelandic basalts. A review of their petrology and geochemistry. (2007)
  9. Til gamans má skóða notkun orðsins:http://wortschatz.uni-leipzig.de/cgi-isl/isl_mixed_2011/wort_www_ny?site=208&Wort_id=8688874[óvirkur tengill]
  10. Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á basaltkviku og basískri kviku?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2013. Sótt 19. nóvember 2015. http://visindavefur.is/svar.php?id=63840.