Dansi, dansi, dúkkan mín
Dansi, dansi dúkkan mín (danska: Dukkedans) er barnagæla eftir danska tónskáldið Finni Henriques. Gunnar Egilsson, sem einnig samdi íslenska textann við lagið Tíu litlir negrastrákar, þýddi textann úr dönsku. Oft sungin með danssporum sem endurspegla textann.