Banff-þjóðgarðurinn

Banff-þjóðgarðurinn (enska: Banff National Park) er elsti þjóðgarður Kanada. Hann var stofnaður árið 1885 í og er í Klettafjöllunum í Alberta. Þjóðgarðurinn er um 150 kílómetra frá borginni Calgary og er 6641 km² að stærð.

Kort af þjóðgarðinum.
Moraine Lake.
Peyto Lake.
Landslag í þjóðgarðinum
Frumbyggjar árið 1930 í Banff

Frá þjóðgarðinum liggur þjóðvegurinn Icefields Parkway um fjalladali og norður til þjóðgarðsins Jasper. Þjóðgarðurinn á líka landamæri að þjóðgörðunum Kootenay í suðri og Yoho í vestri.

Miklir barrskógar og fjölbreytt dýralíf er í Banffþjóðgarðinum. Meðal trjáa eru blágreni, stafafura, hvítgreni, fjallaþinur,degli, elri, ösp og víðitegundir. Svartbjörn, elgur, hjartardýr, úlfur, klettafjallageit, múshéri og íkorni eru meðal spendýra. Klettafjöllin ná yfir 3500 metra þar.

Á árunum 1890-1920 voru frumbyggjar á svæði þjóðgarðsins fluttir nauðungarflutningum.

Bærinn Banff er í Bow River dalnum og er miðstöð athafna í þjóðgarðinum. Annar bær er Canmore. Hvort tveggja eru skosk nöfn.

Lake Louise, Jökulruðningsvatn (Moraine lake) og Dalur hinna tíu tinda, Peyto Lake eru vinsælir ferðamannastaðir í þjóðgarðinum.

Tengill

breyta

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Banff National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. mars. 2018.