Austur-Afríka
(Endurbeint frá Austur Afríka)
Austur-Afríka er austurhluti Afríku sem snýr að Indlandshafi. Eftirfarandi ríki eru venjulega talin til Austur-Afríku:
Að auki eru Búrúndí, Kómoreyjar, Rúanda, Madagaskar, Malaví, Mósambík, Máritíus, Seychelles-eyjar og Súdan oft talin til Austur-Afríku.
Hlutar Austur-Afríku eru þekktir fyrir fjölda stórra villidýra eins og fíla, gíraffa, ljóna, sebrahesta og nashyrninga, þótt þeim fari fækkandi.
Landslag Austur-Afríku einkennist af Sigdalnum mikla og hæstu tindum álfunnar, Kilimanjaro og Kenýafjalli.