Gíraffi
Gíraffi (fræðiheiti: Giraffa camelopardalis) er spendýr sem tilheyrir ættinni Giraffidae. Til eru nokkrar undirtegundir gíraffa en fá dýr skyld eru náskyld þeim, ef frá er talið dýr sem heitir ókapi. Gíraffinn fékk latneskt heiti sitt eftir útliti sínu. Camelo- er dregið af lit gíraffans, þ.e. grunnlitnum sem minnir á úlfalda og -pardalis er dregið af flekkjunum sem eru á gíraffanum og minna á hlébarða. Gíraffar eru klaufdýr.
Gíraffi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Maasai Gíraffi á kreiki í Mikumi National Park
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Giraffa camelopardalis (Linnaeus, 1758) | ||||||||||||||
Útbreiðsla Gíraffa eftir deilitegundum
|
Heimkynni
breytaGíraffar lifa aðallega í suðurhluta Afríku. Þeir kunna best við sig á þurrum gresjum, með stökum trjám, ekki síst í nágrenni Sahara-eyðimerkurinnar. Þar sem þessi svæði hafa minnkað gríðarlega vegna útþenslu Sahara- eyðimerkurinnar, hafa búsvæði gíraffanna dregist saman. Í dag er þá aðallega að finna í gisnu skóglendi í austurhluta Afríku, og svo í norðurhéruðum Suður-Afríku þar sem þeir njóta verndar í þjóðgörðum.
Líkamsbygging
breytaGíraffi er hæsta dýr á jörðinni. Karlkyns gíraffi getur orðið allt að 5,5 metrar á hæð og kvenkynið allt að 4,3 metrar. Gíraffakálfar fæðast um 1,8 metra háir og stækka um allt að 2,5 cm á dag fyrst um sinn. Móðirin fæðir standandi þannig að kálfurinn byrjar á að detta nærri tvo metra með höfuðið á undan og bregður svo við fallið svo hann tekur djúpan andardrátt. Hann skellur á höfuðið en skaðast ekki. Það tekur kálfinn tvo tíma frá fæðingu að komast á fót en eftir tíu tíma getur hann fylgt móður sinni á hlaupum. Villtir verða gíraffar allt að 25 ára gamlir en geta náð hærri aldri í dýragörðum.
Mataræði
breytaLíkt og engir tveir menn hafa sömu fingraförin er feldur hvers gíraffa sérstakur fyrir hann. Form og útlit flekkjanna á honum er mjög fjölbreytilegt og liturinn á feldinum breytist eftir fæðunni sem gíraffinn étur. Gíraffar eru jurtaætur og éta laufblöð og greinar af mímósu og akasíutrjám. Hæð þeirra hjálpar þeim mikið við að ná til matarins þar sem laufblöðin eru hátt uppi í trjánum og þessa matar geta þeir notið í næði þar sem engin önnur landdýr ná svo hátt upp í trén. Uppáhaldsfæða þeirra eru lauf akasíutrjáa því þau eru safarík. Líkt og úlfaldar geta gíraffar einnig lifað af í langan tíma án þess að drekka vatn því þeir geta safnað upp vökva í skrokknum og nýtt hann svo hægt og rólega. Þegar þeir drekka vatn, hópast þeir gjarnan saman og skiptast á að drekka til þess að verjast ógn frá öðrum dýrum því þeir þurfa að beygja sig langt niður til þess að ná til vatnsins og eiga þá erfitt með að verja sig.
Heimildir
breyta- Anna Lilja Oddsdóttir. „Fyrstu spendýrin; einkenni og þróun á Tertíertíma“. Nemandaritgerð við Háskóla Íslands í námskeiðinu 09.60.31. Jarðsaga 1. Haustmisseri 2003. https://notendur.hi.is/oi/Nemendaritgerdir/Fyrstu%20spendyrin%20-%20einkenni%20og%20throun%20a%20Tertiertima.pdf Geymt 22 desember 2011 í Wayback Machine (Skoðað 13.5.2013).
- Gammon, Crystal. „Fun Facts About Giraffes“. LiveScience.com 22 febrúar 2013. http://www.livescience.com/27336-giraffes.html (Skoðað 14.05.2013).
- Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýrum eru gíraffar skyldir?“. Vísindavefurinn 23.1.2009. http://visindavefur.is/?id=50098. (Skoðað 13.5.2013).
- McCarthy, Eugene M. „Interesting Facts about Giraffes“. MacroEvolution.net. http://www.macroevolution.net/interesting-facts-about-giraffes.html#.UYjMxcrZJhc (Skoðað 7.5.2013).