Andlag
(Endurbeint frá Aukaandlag)
Andlag (skammstafað sem andl.) er fallorð (eða fallsetning, fallháttur og bein ræða) sem stendur alltaf í aukafalli (þolfalli, þágufalli eða eignarfalli) og stýrist af sagnorði (ekki bara umsögn). Andlagið er þolandinn í setningunni og táknar því þann sem verður fyrir því sem umsögnin segir. Sagnir geta tekið með sér andlag þótt þær séu ekki í persónuhætti (umsagnir).
Stendur með áhrifssögn.
Dæmi
breyta- Hundurinn eldaði matinn. (nafnorð)
- Ég las bókina. (nafnorð)
- Hver á nýju kápuna? (nafnorð)
- Hundurinn beit manninn. (nafnorð)
- Þú elskar marga. (lýsingarorð)
- Ég bauð þér í kaffi og kleinur. (persónufornafn)
- Stelpan neitar að lesa. (nafnháttur)
- Þeir héldu að þú kæmir ekki. (fallsetning)
- „Ég missti marks,“ sagði skyttan. (bein ræða)
- Ég hlakka til að borða. (nafnhátturinn 'að borða')
- Ég hlakka til að borða fiskinn. (fyrst nafnhátturinn 'að borða', andlag í eignarfalli, svo þolfallið 'fiskinn' sem sögnin 'borða' stýrir)
- Gunnar gaf Hallgerði kinnhest. (tvö andlög, þágufall 'Hallgerði' + þolfall 'kinnhest' sem sama sögnin ("gefa") stýrir.)
- Njáll færði Gunnari hey, klæði og mat. (mörg andlög með sömu sögn "færa")
Aukaandlag
breytaAukaandlag (skammstafað sem auandl.) eru orðin „það“ og „hitt“ ef þau standa með aðalandlagi sem er fallsetning eða fallháttur eins og í dæmunum:
- „Því trúi ég ekki að þú sért snillingur, hinu skal ég trúa að þú sért sæmilega greindur.“
Setningarnar að þú sért snillingur og að þú sért sæmilega greindur eru hvor um sig andlag. „Því“ og „hinu“ eru því aukaandlög.
- „Því máttu ekki gleyma, að kveðja.“
Nafnhátturinn 'að kveðja' er andlagið.
Tengt efni
breyta Þessi málfræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.