Áhrifssögn
Áhrifssagnir (skammstafað sem áhrs. eða ás.) eru sagnorð sem taka með sér andlag (þ.e.a.s. þolanda). Áhrifssagnir stýra falli og er andlagið þess vegna alltaf í aukafalli (þ.e. þolfalli, þágufalli eða eignarfalli). Í málfræði margra tungumála er sögn talin áhrifssögn ef hún stýrir beinu andlagi í þolfalli en ekki ef hún stýrir einungis óbeinu andlagi í öðrum aukaföllum. Margar sagnir geta verið ýmist áhrifssagnir eða áhrifslausar.
Sögn sem ekki stýrir falli er áhrifslaus (skammstafað sem áhrl. s.).
Dæmi
breyta- Stelpan skrifaði sögu. (áhrs.)
- Drengurinn saknar stúlkunnar. (áhrs.)
- Þú elskar mig. (áhrs.)
- Ég er maður. (áhrifslaus)
- Við syngjum. (áhrifslaus)
- Við syngjum viðlagið (áhrs.).