Aukafall
Aukafall kallast öll föll önnur en nefnifall (í íslensku föllin þolfall, þágufall og eignarfall), og fara orð í aukaföll fylgi þau áhrifssögnum, forsetningum eða öðrum fallvöldum.
Til er ákveðin nefnifallssýki (sjá þágufallssýki) sem lýsir sér í því að aukaföll detta út; dæmi: „Við ætlum bara að fara í KB-banki.“
Dæmi
breyta- Kysstu mig. (áhrifssögn + andlag í aukafalli (þolfalli))
- Þetta er frá mér til þín. (forsetning (frá og til) + andlag í aukafalli (þágufalli og eignarfalli))
- Bíll mannsins bilaði. (nafnorð + nafnorð í aukafalli (eignarfalli))
Tengill
breytaWikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Aukafall.
Þessi málfræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.