Ormur Loftsson (um 1400 – um 1446 (?)) var íslenskur hirðstjóri á 15. öld. Hann var af ætt Skarðverja, sonur Lofts ríka Guttormssonar hirðstjóra og Kristínar Oddsdóttur frillu hans. Hann varð hirðstjóri norðan og vestan 1432 eftir lát föður síns en óvíst er hve lengi hann hafði það embætti.

Þar sem Ormur var óskilgetinn átti hann ekki erfðarétt eftir föður sinn en Loftur var svo auðugur að hann gat gefið fjórum óskilgetnum sonum sínum stórfé. Ormur kvæntist árið 1434 Solveigu, dóttur Þorleifs Árnasonar í Auðbrekku, Glaumbæ og Vatnsfirði og konu hans, Vatnsfjarðar-Kristínar Björnsdóttur, og fékk með henni mikið fé. Þau bjuggu í Víðidalstungu og áttu synina Einar og Loft Ormsson Íslending. Solveig tók síðar saman við Sigmund prest Steinþórsson og átti með honum nokkur börn, þar á meðal Jón Sigmundsson lögmann. Líklega hefur Ormur enn verið lifandi þegar Solveig og Sigmundur fóru að vera saman en óvíst er hvenær hann dó.


Fyrirrennari:
Loftur Guttormsson
Hirðstjóri
(14321446?)
Eftirmaður:
Einar Þorleifsson