Niðarósdómkirkja
Niðarósdómkirkja (norska: Nidarosdomen) í Niðarósi eða Þrándheimi, er næst stærsta dómkirkja í Norður-Evrópu (á eftir Uppsaladómkirkju). Kirkjan er miðstöð fyrir Niðarósstifti eða Þrándheimsstifti sem nær yfir Norður-Þrændalög og Suður-Þrændalög.
Niðarósdómkirkja | ||
Þrándheimur E. Dreier | ||
Almennt | ||
Byggingarár: | 1150-1300 | |
---|---|---|
Breytingar: | Smávægilegar undir seinni hluta miðalda, m.a. eftir brunana, endurbyggð eftir siðaskipti og stórvægilegt viðhald 1869-1983 | |
Arkitektúr | ||
Tímabil: | Rómönsk og gotnesk | |
Byggingatækni: | Hlaðin | |
Efni: | Talk | |
Stærð: | 102m x 50m (með þverskipi) 21m há undir hvelfingu skipsins | |
Turn: | Miðturn og tveir vesturturnar | |
Hlið: | Þrjú í vesturenda, eitt í átthyrningi, tvö í langkór, norðurhlið í nyrðra þverskipi og tvö í skipi | |
Kór: | Kór og átthyrningur, ytra ummál 18 m, innra 10 m | |
Skip: | Miðskip, þverskip, hliðarskip | |
Kirkjurýmið | ||
Predikunarstóll: | Tekinn niður 1890 | |
Skírnarfontur: | eftir Jon Jensen (1728), skírnarfat eftir Dåpsfat eftir Gustav Vigeland (1905) | |
Altari: | Altaristafla sem sýnir Emmausfara, postula og engla eftir Ark. Christie, gert af Paul Bøe (1882) | |
Annað: | Glerlistaverk eftir Gabriel Kielland (1908-1934) og Oddmund Kristiansen (1950-1985) | |
Niðarósdómkirkja á Commons |
Þar sem Niðarósdómkirkja stendur hefur í frumkristni verið lítil timburkirkja. Eftir að Ólafur Haraldsson Noregskonungur féll á Stiklarstöðum árið 1030, var hann grafinn í Niðarósi. Brátt urðu þar ýmsar jartegnir, sem leiddu til þess að hann varð höfuðdýrlingur Norðmanna, og víðar um Norðurlönd. Flokkar pílagríma streymdu að úr ýmsum áttum eftir Niðarósvegunum, til þess að sækja Ólaf heim og njóta þeirra jarteikna (kraftaverka) sem hann var frægur fyrir.
Um 1070 var hafist handa við að byggja mun stærri steinkirkju yfir legstað Ólafs, og var hún fyrsti vísir að Niðarósdómkirkju. Árið 1153 varð Niðarós erkibiskupssetur. Umdæmi erkibiskupsins náði yfir norðvesturhluta Svíþjóðar, Noreg, og þau lönd sem þaðan höfðu byggst, allt frá Orkneyjum, Suðureyjum, Mön, Hjaltlandi og Færeyjum, til Íslands og Grænlands. Varð það til þess að efla mjög Niðarós sem kirkjulega miðstöð.
Niðarósdómkirkja er krýningarkirkja Noregskonunga, þó að sá siður sé nú reyndar aflagður.
Byggingarsaga
breytaElstu hlutar kirkjunnar eru um 850 ára gamlir, en viðgerðir, viðbætur og breytingar hafa verið gerðar allt til okkar daga. Háaltarið, sem er í barrokkstíl, er frá árinu 1743 og er eftir myndskerann Jonas Granberg.
Elstu hlutar kirkjunnar
breytaAf elstu steinkirkjunni, sem byggð var 1070 - 1090, er varla nokkuð eftir. Aðrir gamlir byggingarhlutar eru:
- Kirkjuskipið, með turni, 1220-1240
- Þverskipið, 1140-1180
- Skrúðhúsið, 1170-1180
- Átthyrningurinn, 1183-1210
- Vesturgaflinn, 1248-1320 (endurbyggður að miklu leyti á 19. og 20. öld)
Eldsvoði og viðgerð
breytaOftar en einu sinni hefur kviknað í kirkjunni, síðast 1719 eftir að eldingu laust niður í kirkjuna. Árið 1869 hófst mikil viðgerð, og raunar endurgerð, á dómkirkjunni, undir stjórn arkitektsins Heinrich Ernst Schirmer. Viðgerðinni var að mestu lokið 1965, en það var þó ekki fyrr en 2001 að gengið var formlega frá verklokum.