Þorsteinn Hallgrímsson (1752-1792)

Þorsteinn Hallgrímsson (1752-1792) var prestur í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd frá 1785 til dauðadags. Foreldrar hans voru Hallgrímur Eldjárnsson prófastur og Ólöf Jónsdóttir. Fyrri kona Þorsteins var Jórunn Lárusdóttir Scheving (1754-1783) frá Urðum. Seinni kona hans var Elín Halldórsdóttir (1746-1829). Hallgrímur átti níu börn með konum sínum. Þekktir urðu fjórir synir hans og Jórunnar sem allir urðu prestar og þjónuðu víða við Eyjafjörð á fyrstu áratugum 19. aldar. Þetta voru Kristján Þorsteinsson, Hallgrímur Þorsteinsson á Hrauni faðir Jónasar, Stefán Þorsteinsson á Völlum og Baldvin Þorsteinsson á Upsum.

Heimildir

breyta
  • Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.
  • Þorsteinn Þorkelsson (1933). Frá séra Þorsteini og séra Stefáni. Gríma, þjóðsögur IX bls. 17-22. Þorsteinn M. Jónsson, Reykjavík.