Kristján Þorsteinsson

Kristján Þorsteinsson (fæddur á Brúum í Grenjaðarstaðahverfi 14. febrúar 1780, lést á Völlum í Svarfaðardal 7. júlí 1859) var íslenskur prestur. Hann var sonur sr. Þorsteins Hallgrímssonar prests í Stærra-Árskógi og fyrri konu hans Jórunnar Lárusdóttur Scheving frá Urðum.

Kristján varð stúdent 1805 og hóf kennimannsferil sinn sem djákni á Grenjaðarstað 1806-1809 og gerðist síðan aðstoðarprestur í Stærra-Árskógi 1809-1810. Árið 1810 fór hann til Grímseyjar, en eyjan þótti eitt rýrasta brauð á Íslandi í þann tíð, þar þjónaði hann til 1812 en flutti þá í land og settist á Þönglabakka í Fjörðum, sem þótti ef eitthvað var heldur síðra brauð en Grímsey. Fjörðum þjónaði Kristján fram til 1820 þá fékk hann Glæsibæ og var þar til 1838, fór þá að Bægisá og var til 1843, þá á Tjörn í Svarfaðardal og var þar til 1846 og að lokum í Velli sem hann þjónaði til æviloka. Kristján þótti gáfnadrjúgur, mælskur vel, dugnaðarbóndi, greiðasamur, gestrisinn og fordildarlaus kennimaður. Hann var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Þorbjörg Þórarinsdóttir frá Múla í Aðaldal, f. 19. júlí 1786 á Myrká, d. 19. júlí 1846 á Völlum. Önnur kona Þorbjörg Bergsdóttir (1807-1851) frá Eyvindarstöðum í Sölvadal. Þriðja kona Guðrún Sigfúsdóttir (1812-1864). Hún var 32 árum yngri en brúðguminn, sem var 72 ára er hann kvæntist henni. Kristján var einn fjögurra bræðra sem allir voru prestar við Eyjafjörð á fyrstu áratugum 19. aldar, þetta voru auk hans sr. Hallgrímur á Hrauni faðir Jónasar, sr. Stefán á Völlum faðir Skafta Tímóteusar og sr. Baldvin á Upsum faðir Hans Baldvinssonar

Syni tvo átti Kristján með Þorbjörgu, fyrstu konu sinni, sem báðir voru fæddir á Þönglabakka:

Heimildir

breyta
  • Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.