Ólympíumót fatlaðra
Ólympíumót fatlaðra eru íþróttamót, með svipuðu sniði og Ólympíuleikar, þar sem íþróttamenn með fötlun keppa í ólympískum íþróttagreinum. Ólympíumót fatlaðra skiptast í vetrar-og sumarólympíumót og eru haldin skömmu eftir Ólympíuleikana. Upphaflega mótið var haldið af samtökum breskra uppgjafarhermanna árið 1948. Keppendum er skipt í sex stóra flokka eftir fötlun og síðan í frekari flokka innan hverrar íþróttagreinar.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Ólympíumót fatlaðra.