Ólafsdalur er um 5 km langur dalur og samnefndur bóndabær í Gilsfirði. Þar var Ólafsdalsskólinn sem var fyrsti bændaskólinn á Íslandi. Bærinn er núna í eyði. Skólasel Menntaskólans við Sund í Reykjavík var þar um tíma.

Ólafsdalsskólinn

Landnámabók um Ólafsdal;

Óláfur belgur, er Ormur hinn mjóvi rak á brutt úr Óláfsvík, nam Belgsdal og bjó á Belgsstöðum, áður þeir Þjóðrekur ráku hann á brutt; síðan nam hann inn frá Grjótvallarmúla og bjó í Óláfsdal. Hans son var Þorvaldur, sá er sauðatöku sök seldi á hendur Þórarni gjallanda Ögmundi Völu-Steinssyni; fyrir það vó hann Ögmund á Þorskafjarðarþingi.

Ólafsdalur í Gilsfirði heitir þannig eftir sama Ólaf og Ólafsvík á Snæfellsnesi.

Tengt efni breyta

   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.