Bændasamtök Íslands
Bændasamtök Íslands eru hagsmunasamtök bænda á Íslandi. Samtökin vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði. Bændasamtökin voru stofuð árið 1995 við sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda. Ellefu búnaðarsambönd eiga aðild að samtökunum, auk þriggja annarra félaga. Höfuðstöðvar samtakanna voru lengi vel í Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem Búnaðarfélagið reisti 1961-1963. Núverandi skrifstofur samtakanna eru í Borgartúni.
Samtökin eru deildarskipt eftir búgreinum, með deild alifuglabænda, eggjabænda, garðyrkjubænda, geitfjárbænda, hrossabænda, landeldisbænda, loðdýrabænda, nautgripabænda, sauðfjárbænda, skógarbænda og svínabænda. Samtökin halda árlegt Búnaðarþing og gefa út Bændablaðið. Samtökin reka auk þess Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Aðildarfélög Bændasamtakanna eru staðbundin búnaðarsambönd og þrjú félög: VOR - verndun og ræktun (samtök bænda í lífrænni ræktun), Samtök ungra bænda og Beint frá býli.
Búnaðarsambönd
breyta- Búnaðarsamband Kjalarnesþings
- Búnaðarsamtök Vesturlands
- Búnaðarsamband Vestfjarða
- Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda
- Búnaðarsamband Skagfirðinga
- Búnaðarsamband Eyjafjarðar
- Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga
- Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga
- Búnaðarsamband Austurlands
- Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu
- Búnaðarsamband Suðurlands