Zenon frá Kítíon

(Endurbeint frá Zenon frá Kitíon)

Zenon frá Kítíon (333264 f.Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Kítíon á Kýpur. Hann var sonur kaupmanns. Zenon gerðist lærlingur Kratesar, þekktasta hundingja Grikklands þess tíma. Hann gerðist þó sjálfur kaupmaður til 42 ára aldurs en þá hóf hann að kenna heimspeki við súlnagöng í Aþenu. Skólinn dró nafn sitt af súlnagöngunum (stoa poikile), stóuspeki. Engin ritverk Zenons eru varðveitt en kenningar hans hafa varðveist í frásögnum annarra, þ.á m. meginhugmynd hans um að sálarró sé best að öðlast með í gegnum skeytingarleysi til ánægju og sársauka.

Zenon frá Kítíon
Zenon frá Kítíon
Persónulegar upplýsingar
Fæddur333 f.Kr.
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilFornaldarheimspeki
Skóli/hefðStóuspeki
Helstu viðfangsefniSiðfræði

Ævisagnaritarinn Díogenes Laertíos fjallaði í löngu máli um ævi og störf Zenons. Díogenes bregður upp litríkri mynd af persónu Zenons en fer þó ekki nema grunnt í heimspekilegar kenningar hans.

Zenon var sagður hafa lifað meinlætalífi en það kemur heim og saman við áhrifin frá hundingjunum, sem vöruðu alla tíð í stóuspeki a.m.k. að einhverju leyti.

Hann hélt því fram að maðurinn sigri heiminn með því að sigra sig sjálfan. Með því að venja sig á að skeyta engu um sársauka og ánægju öðlast stóumaðurinn visku, sem hlýst af því að hafa stjórn á geðshræringum sínum og ástríðum.

Zenon lést um 264 f.Kr. Díogenes Laertíos greinir þannig frá dauða hans: „Þegar hann yfirgaf skólann hrasaði hann og braut fingur því hann brá fyrir sig höndinni. Um leið hrópaði hann orð Níóbe: ‚Ég er að koma, hví kallar þú á mig?‘“

Zenon aflaði sér mikillar virðingar í lifanda lífi vegna heimspekilegra kenninga sinna. Hann var heiðraður m.a. með gylltri kórónu og og grafhýsi var reist handa honum til að heiðra siðbætandi áhrif hans á ungdóminn.

Tilvitnanir

breyta
  • „Fylgdu þangað sem skynsemin leiðir þig“
  • „Við höfum tvö eyru en einn munn og ættum því að hlusta meira en við tölum“

Heimild

breyta

Frekari fróðleikur

breyta
  • Algra, K., Barnes, J., Mansfeld, J. og Schofield, M. (ritstj.), The Cambridge History of Hellenistic Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 2005). ISBN 0-521-61670-0
  • Branham, R. Bracht, The Cynics: The Cynic Movement in Antiquity and Its Legacy (Los Angeles: University of California Press, 2000). ISBN 0-520-21645-8
  • Inwood, Brad og Gerson, Lloyd P. (ritstj.), Hellenistic Philosophy: Introductory Readings (Indianapolis: Hackett, 2. útg. 1998). ISBN 0-87220-378-6
  • Inwwod, Brad, The Cambridge Companion to the Stoics (Cambridge: Cambridge University Press, 2003). ISBN 0-521-77985-5
  • Long, A.A., From Epicurus to Epictetus: Studies in Hellenistic and Roman Philosophy (Oxford: Oxford University Press, 2006). ISBN 0-19-927912-8
  • Long, A.A., Hellenistic Philosophy: Stoics, Epicureans, Sceptics (Los Angeles: University of California Press, 1986). ISBN 0-520-05808-9
  • Long, A.A., Stoic Studies (Los Angeles: University of California Press, 2001). ISBN 0-520-22974-6
  • Long, A.A. og Sedley, David (ritstj.), The Hellenistic Philosophers 2 bindi (Cambridge: Cambridge University Press, 1987). ISBN 0-521-27556-3
  • Striker, Gisela, Essays on Hellenistic Epistemology and Ethics (Cambridge: Cambridge University Press, 1996). ISBN 0-521-47641-0

Tengt efni

breyta

Helstu hugsuðir stóuspekinnar

breyta

Annað

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.