Hundingjar (eða kýnikar) (forngríska: Κυνικοί [frb. Kunikoj], latína: Cynici) voru heimspekingar í Grikklandi til forna. Stefnan fól í sér róttæka höfnun á félagslegum gildum og rík hneigð til meinlætalífs. Þeir hvöttu fólk til að hleypa dýrinu lausu innra með sér og gerðu oft sitt ýtrasta til að hneyksla fólk og stunduðu m.a. sjálfsfróun á almannafæri. Frægastur hundingja er sennilega Díógenes hundingi sem bjó í tunnu. Meðal annarra hundingja voru Krates, Demetríos og Demonax.

Hundingjar sóttu innblástur sinn til Sókratesar en upphafsmaður hundingjastefnunnar var heimspekingurinn Antisþenes (444-365 f.o.t.) sem verið hafði vinur og nemandi Sókratesar. Hundingjar höfðu síðar mikil áhrif á Zenon frá Kítíon, upphafsmanns stóuspekinnar og aðra stóumenn, svo sem Epiktetos.

Tenglar

breyta
  • The Internet Encyclopedia of Philosophy:Antisthenes
  • The Internet Encyclopedia of Philosophy:Cynics
  • The Internet Encyclopedia of Philosophy:Diogenes of Sinope
  • „Hversu mikið er vitað um heimspekinginn Díógenes í tunnunni?“. Vísindavefurinn.
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.