Epiktetos – (stundum kallaður Epiktet á íslensku ) – (55135 e.Kr.) var grískur þræll og stóuspekingur. Hann er talinn hafa fæðst í Hierapolis í Frýgíu í Grikklandi (nú Tyrklandi). Hann bjó um tíma í Rómarborg, eftir að hann varð leysingi, uns hann var sendur í útlegð til Níkopólis í Norðvestur-Grikklandi á árabilinu 88-93, þar sem hann svo dó.

Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Nafn: Epiktetos
Fæddur: 55
Látinn: 135
Skóli/hefð: Stóuspeki
Helstu ritverk: Ræður; Handbókin
Helstu viðfangsefni: Siðfræði
Áhrifavaldar: Zenon frá Kítíon, Krýsippos
Hafði áhrif á: Markús Árelíus

Epiktetos skrifaði engar bækur, svo að vitað sé, heldur var kennsla hans munnleg. Meðal nemenda hans var Flavius Arrianus, sem skrifaði hjá sér orð meistara síns. Talið er að hann hafi ritað átta bækur með ræðum hans, og eru fjórar þeirra varðveittar. E.t.v. einnig tólf bækur með samræðum, en þær eru allar glataðar. Loks skráði Arrianus kver, sem kallað er Handbók Epiktets.

Þýðingar

breyta

Dr. Broddi Jóhannesson þýddi á íslensku Handbók Epiktets, og kom hún út 1955.

  • Hver er sinnar gæfu smiður. Handbók Epiktets. Rvík 1955. Endurprentuð 1993 og 1994.

Í bókinni er 28 bls. eftirmáli um Epiktetos og stóuspekina. Þar segir að hann hafi fæðst um 50, og dáið um eða eftir 138 e.Kr.

Frekari fróðleikur

breyta
  • Ágúst H. Bjarnason, „Siðspeki Epiktets“ Skírnir (1910).
  • Durant, Will, Rómaveldi II (Reykjavík: 1963): 172-175.
  • Long, A.A., Epictetus: A Stoic and Socratic Guide to Life (Oxford: Oxford University Press, 2002). ISBN 0-19-924556-8
  • Long, A.A., From Epicurus to Epictetus: Studies in Hellenistic and Roman Philosophy (Oxford: Oxford University Press, 2006). ISBN 0-19-927912-8

Tenglar

breyta
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.