Microsoft Windows

stýrikerfi fyrir tölvur
(Endurbeint frá Windows)

Microsoft Windows er fjölskylda stýrikerfa. Microsoft hannar, þróar, styður, og er framleiðandi Windows stýrikerfanna og Windows er ein af stærstu framleiðsluvörum þeirra.

Merki notað á Windows 8 til og með Windows 10, en ekki Windows 11, þar svipað en ferkantað

Windows 11 og Windows 10 eru einu útgáfurnar sem nú er seldar heimanotendum (áður t.d. líka Windows Phone/10 Mobile stýrikerfi/símar, sem duttu upp fyrir). Windows Server eru útgáfur hugsaðar fyrir miðlara/[net]þjóna. Sem dæmi eru Windows 7 og 8 og eldri útgáfur, s.s. Windows XP, ekki lengur studdar. Nýjustu útgáfur af Windows eru Windows 11 gert fyrir "PC" (heima) einkatölvur (en líka fyrir spjaldtölvur, ekki hefðbundar PC), Windows 11 Enterprise hugsað fyrir fyrirtæki, og Windows Server 2022. Aðrar útgáfir enn studdar eru t.d. sumar útgáfur (e. edition) af Windows 10, Windows Server 2016 og nýrri.

Windows varð vinsælt aftir að Machintosh tölvur/stýrikerfi urðu fyrst vinsæl, en svo varð Windows vinsælla á markaði stýrikerfa byggð á grafík (e. GUI). Apple var ekki sátt við þetta, taldi Microsoft hafa stolið humundum þeirra og fór í mál, sem endaði með að Microsoft vann málið 1993. Lengi vel var Apple fyrirtækið min minna en þtók svo við af Microsoft sem verðmætasta fyrirtæki heimsins, en reyndar út af iPhone aðallega, og stýrikerfi þess, sem líka var notað á iPad (síðan þá var stýrikerfum þeirra skipt í tvennt, nú þeitir það iPadOS, sem notað er á iPad). Microsoft náði aldrei vinsældum iPhone á þeim markaði, né iPad, eftir að þær vörur og stýrikerfi náðu flugi. Á hefðbundum einkatölvum er Windows enn ráðandi, eftir að hafa farið framúr Mac OS, sem kom á sviðið 1984. Hins vegar viðurkenndi Microsoft 2014 að hafa tapað heildar stýrikerfismarkaðinum til Android, út af mikill sölu á Android símum. Þá voru fjórir Android símar seldir fyrir hverja hefðbundna tölvu með Windows. Og síðan þá hefur Windows aldrei náð Android sem er nú ráðandi stýrikerfi.

Microsoft varð undir í samkeppninni við Android (sem vann iPhone í vinsældum síðar), þ.e. það stýrikerfi á símum, sem reyndar er vinsælast á öllum markaðinum, þegar símar og allar aðrar tölvur eru taldar saman. Fyrirtækið viðurkenndi það á sínum tíma, þ.e. dró sig því í hlé á þeim markaði, en ekki af spjaldtölvumarkaði. Android og iOS skipta markaðinum fyrir spjaldtölvur á milli sín nokkuð jafnt, og Microsoft hefur eitthvað reynt við sig á þeim markaði, og var reyndar mörgum árum á undan á þann markað, áður en hann náði verulegum hæðum. Microsoft er líka notað á þeirra Xbox leikjatölvum sem hafa þó nokkra hylli, markaðinum skipt á milli þeira og Sony Playstation, en ef minni taldar með þá t.d. Nindendo vinsælt með t.d. Switch. Þó það sé ekki augljóst að neinu leiti, því leikjatölvur keyra leiki, og það er eina viðmótið sem sést (að einhverju ráði), er afbrigði af Windows keyrt á Xbox, en það líkist ekkert hefðbundnu Windows fyrir notandann, en er mjög svipað fyrir leikjaforritarann. Það stýrikerfi keyrir þ+o ekki á örðum leikjatölvum en frá Microsoft.

Byrjunin

breyta

Microsoft kynnti stýrikerfið Windows fyrst til sögunnar árið 1985. Var það þá viðbót við MS-DOS sem mótsvar við hinu grafíska notendaviðmóti sem Apple Macintosh gerði frægt. Með samningum við IBM, stærsti tölvuframleiðandinn á þessum tíma, náði Microsoft markaðsyfirráðum í stýrikerfasölu með um 90% markaðshlutdeild sem hefur síðan látið undan síga. Frá 2012 hefur Android selst í meirihluta, þegar allar tölvur eru taldar – frá þeim hefðbundu niður í síma og selst nú í mörgum sinnum fleiri eintökum á hverju ári. Windows hefur þó mikið forskot ef einungis hefðbundnar PC-tölvur (þar með talið fartölvur) eru taldar; þá fram yfir t.d. macOS, Chromebook eða Android sem allar sækja á og geta keyrt á eins vélbúnaði. Aðrar útgáfur af Windows, t.d. Windows Phone (sem sameinaðist hefðbunda Windows í útgáfu 10) hafa náð afar lítilli útbreiðslu miðað, við samkeppnina, en þó þriðja sæti, og Microsoft hefur hætt þróun á nokkurri útgáfu af Windows fyrir farsíma en styður nú Android og iOS.

Sjá einnig: Listi yfir útgáfur Microsoft Windows

MS-DOS vinnuumhverfi

breyta

Fyrsta útgáfan af Windows, Windows 1.0, kom út árið 1985 eins og áður segir en var ekki heilt stýrikerfi heldur grafískt viðmót fyrir MS-DOS en sú útgáfa náði aldrei miklum vinsældum. Windows 2.0 kom út 1987 og náði aðeins meiri vinsældum en forveri þess. Það var í útgáfu 2.03 varð mikil breyting, þá voru kynntir svokallaðir fljótandi gluggar. Apple Inc. lögsótti þá Microsoft þar sem talið var að höfundarréttur Apple væri brotinn. Þremur árum seinna lét Microsoft frá sér útgáfu 3.0. Sú útgáfa var sú fyrsta frá Microsoft til að seljast í meira en 2 milljónum eintaka fyrsta hálfa árið á markaðnum. Það hafði mun þróaðra viðmót og hægt var að vera með mörg forrit í gangi í einu.

Windows 9x

breyta

Síðan komu Windows 9x stýrikerfin sem voru stýrikerfi frekar en vinnuumhverfi þótt þau byggðu á MS-DOS kóða. Nokkur þeirra eru:

Windows NT

breyta

Windows NT stýrikerfin eru með nýjan stýrikerfiskjarna en MS-DOS og eru nýjustu stýrikerfin fyrir heimanotendur (“skjáborðs tölvur“) og eru meðal annars Windows XP, Windows Vista og hið fyrirhugaða Windows 7 stýrikerfi í þessum flokki.

Um nokkur kerfi

breyta

Windows ME

breyta

Það kerfi átti að vera mikið tímamótaverkefni en fór í vaskinn vegna skorts á stöðugleika, Windows ME var oft kallað Mistake Edition. Með Windows ME kom einnig Windows Movie Maker til sögunnar og var síðasta Windows stýrikerfið sem notaðist við Windows 9x kjarnann.

Windows XP

breyta
Sjá einnig: Windows XP

Í október 2001 sendi Microsoft frá sér Windows XP. Það var nokkuð endurbætt útgáfa af Windows NT kjarnanum. Með Windows XP kom einnig endurbætt notandaviðmót. Windows XP var hannað með bæði skrifstofu- og heimanotkun í huga og gefnar voru út tvær útgáfur, Windows XP Home Edition og Windows XP Professional. Í raun voru kerfin eins að því undanskildu að ýmsir eiginleikar voru faldir eða óvirkir í Home Edition. Árið 2003 kom svo út Media Center-viðbótin.

Windows Vista

breyta
Sjá einnig: Windows Vista

Vista var sett í sölu til almennings 30. janúar 2007. En þá var það búið að vera í boði fyrir stórnotendur frá 30. nóvember 2006.

Windows 7

breyta
Sjá einnig: Windows 7

Windows 7 kom út árið 2009. Windows 7 varð mjög vinsælt, vinsælla en Windows XP, sem Vista náði aldrei, og hélt þeim vinsældum þar til Windows 10 varð vinsælasta útgáfan (þó svo að Windows 7 hafði enn yfir 50% hlutdeild í einstaka löndum fram á árið 2020).

Windows 8

breyta
Sjá einnig: Windows 8

Windows 8 kom út árið 2012.

Windows 8.1

breyta
Sjá einnig: Windows 8.1

Windows 8.1 kom út árið 2013.

Windows 10

breyta
Sjá einnig: Windows 10

Windows 10 kom út þann 29. júlí 2015. Það sem vakti athygli var að engin útgáfa kom út nefnd "Windows 9". Windows 10 átti að leyfa forritun sem keyrir á hefðbundnum PC tölvum niður í síma (á Windows 10 Mobile, en sú síma-útgáfa er ekki lengur studd, og ), þ.e. að ekki þurfi að forrita sérstaka útgáfu fyrir "Windows Phone" sem verður ekki lengur til sem vörumerki. Þó þurfti að aðlaga forrit eitthvað svo þau virki vel á mismunandi skjástærðum og með snertingu en ekki mús eða öfugt. Forrit munu hins vegar ekki virka sjálfkrafa á öðrum stýrikerfum s.s. Android eða iOS ("iPhone") eða öfugt.

Windows 11

breyta
Sjá einnig: Windows 11

Windows 11 kom út þann 5. október 2021. Það er með uppfært viðmót og getur líka keyrt Android forrit að sögn Microsoft. Og Linux forrit, eins og eldra Windows 10.

Tenglar og heimildir

breyta

Tengslanet

breyta

Myndin hér að neðan sýnir tengsl Windows-stýrikerfanna sinna á milli.  

   Þessi Microsoftgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.