Wikipedia:Margmiðlunarefni
Þessi síða
lýsir samþykkt sem gildir á íslensku Wikipediu og allir notendur ættu að virða eins og kostur er. Ekki breyta henni í ósátt við aðra notendur. |
1. Aðeins má hlaða inn margmiðlunarskrá hingað inn (á is.wikipedia) þegar engin sambærileg skrá finnst á Commons.
2. Heimilt er að hlaða inn margmiðlunarskrá í gagnrýnis- eða kynningarskyni sem uppfyllir eftirfarandi fjögur atriði:
a) Hún er brot eða hluti af bókmenntaverki, leiksviðsverki, kvikmyndaverki, tónverki, uppdrætti, teikningu, mótun, listaverki eða fræðslugögnum.
b) Hún hefur þegar verið útgefin utan Wikipedia
c) Hún er að hámarki 300 dílar að breidd og/eða 30 sekúndur að lengd (eftir því sem við á).
d) Ef um íslenskt verk er um að ræða má aðeins hlaða inn mynd af einu verki sama höfundar.
3. Heimilt er að hlaða inn myndum sem eru undir frjálsu leyfi eða sjálfgerðar af íslenskum byggingum og listaverkum sem eru staðsett varanlega utanhúss.
4. Heimilt er að hlaða inn myndum af vörumerkjum ef tilgreint er að um vörumerki er að ræða.
5. Heimilt er að hlaða inn gögnum frá íslenskum stjórnvöldum, þar með talið efni frá opinberri samkomu eða efni sem er lagt fram opinberlega.
6. Hlaða skal frjálsum myndum á commons (Frjálsar myndir hafa annaðhvort útrunninn höfundarétt, frjálst afnotaleyfi, eru sjálfgerðar en eru þó ekki innblásin af öðrum eða þar sem höfundur hefur leyft öllum að afrita, breyta og selja verkið).
a) Myndir sem falla undir þetta skilyrði og er hlaðið hingað inn skal færa yfir á commons.
7. Einungis má hlaða inn myndum af núlifandi einstaklingum, ef hvort tveggja frjáls mynd af viðfangsefninu er ekki til og ógerlegt er að taka mynd af viðkomandi.
a) Sá sem hleður inn mynd af núlifandi einstaklingi skal útskýra hvernig undanþágan á við.
8. Viðmið um eyðingu margmiðlunarskráa
a) Eyða skal myndum sem ekki falla undir ofangreind atriði.
b) Eyða skal myndum sem hafa annaðhvort engar, ófullnægjandi eða rangar upplýsingar um höfund, uppruna, leyfi (myndasnið) eða sanngjarna notkun.
Notkun mynda
breyta1. Óheimilt er að breyta sérkennum verks.
2. Nota á skrár sem eru hlaðnar inn í gagnrýnis- eða kynningarskyni í eins fáum greinum og mögulegt er.