Wikipedia:Grímuleikir
Þessi síða
lýsir samþykkt sem gildir á íslensku Wikipediu og allir notendur ættu að virða eins og kostur er. Ekki breyta henni í ósátt við aðra notendur. |
Grímuleikir kallast það þegar notendur stofna aðganga (notandanafn), einn eða fleiri, á Wikipediu til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það er stranglega bannað að nota slíkan aðgang til að vinna kosningar eða blekkja aðra. Ef upp kemst um grímuleiki varðar það við banni. Stundum hafa notendur nokkra aðganga án þess að það teljist grímuleikur. Það getur verið ef notandi hefur sér-aðgang fyrir vélmennið sitt eða hef gleymt aðgangsorðinu sínu og hefur stofnað nýjan aðgang. Þá er einnig mögulegt að færa breytingarnar sem notandinn hefur gert á nýja aðganginn.