Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2014
Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er stærsta og elsta íþróttafélag í Vestmannaeyjum. Heimildir um starfsemi félagsins ná til sumarsins 1903. Fyrst um sinn gekk félagið undir nafninu Knattspyrnufélag Vestmannaeyja (KV). KV var eitt af fyrstu liðunum til að keppa á Íslandsmótinu í knattspyrnu 1912.
ÍBV var formlega stofnað 6. maí 1945. Eins og nafnið gefur til kynna var Íþróttabandalag Vestmannaeyja upphaflega bandalag margra íþróttafélaga. Fleira en eitt félag hafði verið starfrækt í Eyjum fyrir stofnun bandalagsins og einnig hafa nokkur félög starfað í gegnum árin samhliða ÍBV. Íþróttafélögin Þór og Týr höfðu starfað frá öðrum og þriðja áratug 20. aldarinnar og veitt hvoru öðru samkeppni. Þessi félög, ásamt öðrum sértækari, höfðu haft með sér félög þegar þau kepptu sameiginlega undir á landsmótum og ber þar helst að nefna Knattspyrnufélag Vestmannaeyja (KV). KV var sameiginlegt lið Þórs og Týs uppi á landi og þegar gesti bar að garði. Einnig kepptu frjálsíþróttamenn og aðrir undir merkjum KV á landsmótum.