Wikipedia:Gæðagreinar/Robert Koch
Heinrich Hermann Robert Koch (fæddur 11. desember 1843, dáinn 27. maí 1910) var þýskur læknir og örverufræðingur. Hann þróaði margar þeirra grunnaðferða sem enn eru notaðar við ræktun baktería og er því oft sagður „faðir bakteríufræðanna“. Hann er þekktastur fyrir uppgötvanir sínar í sýklafræði, einkum fyrir að hafa fundið orsakavalda miltisbrands, berkla og kóleru og fyrir skilgreiningu sína á þeim skilyrðum sem uppfylla þarf til að tiltekin örvera geti óyggjandi talist orsök ákveðins sjúkdóms.
Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1905 fyrir að uppgötva berklabakteríuna. Hann hafði mótandi áhrif á störf Paul Ehrlichs og Gerhard Domagks.