Skilyrði Kochs (kallast einnig lögmál Kochs, skilyrði Kochs og Henles eða skilyrði Kochs og Loefflers) eru fjögur (upphaflega þrjú) skilyrði sem uppfylla þarf svo hægt sé að fullyrða án nokkurs vafa að orsakasamband sé milli tiltekinnar örveru og tiltekins sjúkdóms. Skilyrðin eiga rót sína í einu höfuðverka Jakobs Henle[1], en voru þróuð af Robert Koch og fyrst sett fram á prenti af aðstoðarmanni hans, Friedrich Loeffler árið 1883 [2]. Koch og samstarfsmenn hann beittu skilyrðunum til að styðja tilgátur sínar um orsakavalda miltisbrands og berkla, en þau hafa síðan verið mikið notuð í klínískri örverufræði.

Skilyrðin fjögur eru:

  1. Örveran finnst í öllum tilfellum sjúkdómsins.
  2. Örveruna er hægt að einangra úr sýktum einstaklingum og rækta í hreinrækt.
  3. Örveran veldur aftur sama sjúkdómi þegar tilraunadýr er sýkt með henni.
  4. Örvera sömu tegundar einangrast úr sýkta tilraunadýrinu.

Heimildir

breyta
  1. Henle, Jakob (1840). Pathologische Untersuchungen. A. Hirschwald, Berlin.
  2. Loeffler, F. (1883). „Untersuchungen uber die Bedeutung der Mikroorganismen ur die Entstehung der Diphtherie beim Menschen, bei der Taube und beim Kalbe“. Mitteilungen aus dem Kaiserlichen Gesundheitsamte. 11: 421–499.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.