Wikipedia:Gæðagreinar/John Stuart Mill
John Stuart Mill (20. maí 1806 – 8. maí 1873) var frjálslyndur breskur heimspekingur, þingmaður á breska þinginu og einn frægasti málsvari nytjastefnu og raunhyggju. Hann hefur verið nefndur áhrifamesti enskumælandi heimspekingur 19. aldarinnar. Hann ritaði Frelsið 1859 og Kúgun kvenna 1869. Hann sat á þingi frá 1865 til 1868. Hann var mun frægari talsmaður nytjastefnu en guðfaðir hans Jeremy Bentham. Skrif Mills um kúgun kvenna eru talin marka tímamót í þróun femínisma.
John Stuart Mill var fæddur í Pentonville sem var úthverfi London. Hann var elsti sonur skoska heimspekingsins og sagnfræðingsins James Mill, sem kenndi syni sínum ásamt þeim Jeremy Bentham og Francis Place. Menntun hans var nokkuð sérstök, þar sem hann lærði að lesa á ensku og forngrísku þriggja ára gamall og latínu átta ára gamall. Hann lærði einnig stærðfræði, fornfræði, enska sögu og nam fræði Adams Smith og Davids Ricardo um efnahagsmál sem þóttu mjög móðins á þeim tíma. Hann hlaut guðlaust uppeldi og kvaðst einn af sárafáum mönnum á öllu Englandi sem ekki aðeins höfðu hent slíkri trú heldur hefðu aldrei nokkru sinni haft hana. Árið 1820 heimsótti hann Frakkland þar sem hann lærði frönsku og var hann þaðan af áhugasamur um sögu og menningu landsins.
Lesa áfram um John Stuart Mill...