Wikipedia:Gæðagreinar/Frakkland

Þrílitur fáni Frakklands
Þrílitur fáni Frakklands

Lýðveldið Frakkland eða Frakkland (franska République française eða France) er land í Vestur-Evrópu sem nær frá Miðjarðarhafi í suðri að Ermarsundi í norðri og frá Rín í austri að Atlantshafi í vestri. Vegna lögunar landsins gengur það oft undir heitinu „sexhyrningurinn“ (fr. Hexagone) hjá Frökkum sjálfum. Í Evrópu á Frakkland landamæri að Belgíu, Lúxemborg, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Mónakó, Spáni og Andorra, en handanhafssýslur þess í öðrum heimsálfum eiga landamæri að Brasilíu, Súrínam og Hollensku Antillaeyjum. Landið tengist Bretlandseyjum gegnum Ermarsundsgöngin.

Frakkland er meðlimur í Evrópusambandinu og NATO og á fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Meginland Frakklands (fr. France métropolitaine) liggur í Vestur-Evrópu, en ríkinu tilheyra einnig landsvæði í Norður-Ameríku, á Antillaeyjum, í Suður-Ameríku, í Indlandshafi, í Kyrrahafi bæði norðan og sunnan miðbaugs og á Suðurskautslandinu.

Lesa áfram um Frakkland...