Viktoríutímabilið

Viktoríutímabilið var tímabil í sögu Bretlands sem náði frá júní 1837 til janúar 1901 þegar Viktoría Bretadrottning réð ríkjum í Bretlandi.[1] Tímabilið var uppgangstími fyrir breskt samfélag. Menntuð millistétt gat myndast vegna breska heimveldsins og iðnvæddrar þróunar á Bretlandi. Íbúafjöldi Englands tvöfaldaði frá 16,8 milljónum árið 1851 til 30,5 milljóna árið 1901,[2] á meðan íbúafjöldi Írlands minnkaði óðfluga frá 8,2 milljónum árið 1841 til 4,5 milljóna árið 1901.[3]

Andlitsmynd Viktoríu Bretadrottningar.

TilvísanirBreyta

  1. Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá?“. Vísindavefurinn 1.4.2009. http://visindavefur.is/?id=51936. (Skoðað 1.4.2009).
  2. The UK population: past, present and future, statistics.gov.uk
  3. Ireland - Population Summary

TenglarBreyta