Gyllingartímabilið

Gyllingartímabilið (enska: Gilded Age) er hugtak, upphaflega frá Mark Twain, sem sumir sagnfræðingar hafa notað yfir tímabil í sögu Bandaríkjanna sem nær frá lokum bandarísku endurreisnarinnar 1877 til upphafs framsóknartímabilsins 1896. Þetta tímabil einkenndist af hagvexti, einkum í norður- og vesturfylkjum Bandaríkjanna. Milljónir fluttust til Bandaríkjanna frá Evrópu á þessum tíma til að svara ört vaxandi eftirspurn eftir vinnuafli í iðnaði. Tímabilið dregur nafn sitt af því hvað auðsöfnun varð mikil og áberandi í bandarísku samfélagi og munurinn á aðstæðum hinna ofurríku og bláfátækra innflytjenda að sama skapi sláandi. Mark Twain notaði þessa líkingu til að leggja áherslu á að ekki var um gullöld að ræða, líkt og lofað hafði verið eftir þrælastríðið, heldur ódýra gyllingu á efnahagslega útþenslu.

Skopmynd úr Puck frá 1883 sem sýnir iðnjöfrana Cyrus Field, Jay Gould, William H. Vanderbilt og Russell Sage borna uppi af verkalýðnum.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.