Játvarðstímabilið

Játvarðstímabilið er tímabil í sögu Bretlands sem nær frá lokum Viktoríutímans 1901 til 1910 og stundum allt að upphafi Fyrri heimsstyrjaldar 1914. Tímabilið dregur nafn sitt af Játvarði 7. sem tók við völdum eftir lát móður sinnar, Viktoríu Bretadrottningar. Þetta tímabil einkenndist af töluverðu frjálsræði í tísku og viðmóti miðað við Viktoríutímabilið, auknum pólitískum áhrifum lágstéttanna, einkum eftir umbætur Frjálslyndra eftir 1906, og trú á Breska heimsveldið. Konur voru teknar að berjast fyrir kosningarétti kvenna en stjórnmálamenn innan Frjálslynda flokksins stóðu gegn því.

Játvarður 7.

Játvarðstímabilið var síðasta tímabilið í sögu Bretlands sem nefnt var eftir ríkjandi einvaldi. Georg 5. og Georg 6. tóku við eftir lát hans, en valdatíð þeirra er samt ekki nefnd Georgstímabilið, því það heiti hefur verið notað yfir tímabilið frá 1714 til um 1830.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.