Viðaraska

Viðaraska er púður sem eftir verður þegar brenndur hefur verið viður. Alls konar öskutegundur finnast við tjaldsvæði.[1]

Aska eftir varðeld.

InnihaldBreyta

Um það bil 6–10% af viði verður aska við bruna. Tegund viðarins hefur áhrif á innihaldi öskunnar. Aðstæðurnar, sem viðurinn brann við, hafa líka áhrif á innihald og magn öskunnar. Minni aska myndast við hærra hitastig[2][3]

Viðaraska inniheldur kalsíumkarbónat, stundum allt að 25[4] til 45%[5] af því. Minna en 10% viðurösku er pottaska, og minna en 1% hennar er fosfat. Hún inniheldur líka snefilefni: járn, mangan, sink, kopar og suma þunga málma.[4] Þessi hlutföll geta verið mjög breytileg af því að brunahitastig getur haft mikil áhrif á samsetningu viðarösku.[3]

NotkunBreyta

Viðaraska er oft sett í landfyllingu en nú á dögum eru til aðrar umhverfisvænni kostir til öskulosunar.[6]

Í mjög langan tíma hefur viðaraska verið notuð í landbúnaði til þess að gefa jarðvegi næturefni aftur. Hægt er að nota viðarösku sem gróðuráburð, en hún inniheldur ekkert nitur. Vegna kalsíumkarbónats gefur viðaraska frá sér kalk sem afsýrir jarðveginn og lækkar sýrustig hans.[4] Hægt er að búa til kalíumhýdroxíð úr viðarösku,[7] sem getur þá verið notað til að framleiða sápu.

HeimildirBreyta

  1. „Clemson University: Soil Acidity and Liming]“. Sótt 1. október 2008.
  2. L. Etiegni, Campbell AG. „Physical and chemical characteristics of wood ash“. Biosource technology (1991) 37(2):173-8. Afrit af upprunalegu geymt þann 2008-10-24. Sótt 12. janúar 2010.
  3. 3,0 3,1 Misra MK, Ragland KW, Baker AJ. „Wood Ash Composition as a Function of Furnace Temperature“ (PDF). Biomass and Bioenergy (1993) 4(2):103-116.
  4. 4,0 4,1 4,2 Purdue University Consumer Horticulture, Department of Horticulture and Landscape Architecture. „Wood Ash in the Garden“. Sótt 1. október 2008.
  5. „Ed Hume Seeds: Wood Ashes - How to use them in the Garden“. Sótt 12. janúar 2010.
  6. Demeyer A, Voundi Nkana JC, Verloo MG. „Characteristics of wood ash and influence on soil properties and nutrient uptake: an overview“.
  7. „Making lye from wood ash“. Sótt 1. október 2008.

Tengt efniBreyta

   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.