Verkamannasamband Íslands

Verkamannasamband Íslands eða VSÍ var samband 23 verkalýðsfélaga á Íslandi sem var stofnað 9. maí árið 1964. Árið eftir bættust ellefu félög við. Fyrsti formaður þess var Eðvarð Sigurðsson.

VSÍ var sérsamband innan Alþýðusambandsins. Þann 13. október 2000 sameinaðist það Landssambandi iðnverkafólks og Þjónustusambandi Íslands og myndaði Starfsgreinasamband Íslands.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.