Pétur G. Guðmundsson
Pétur Georg Guðmundsson (6. september 1879 – 13. ágúst 1947) var bókbindari, blaðamaður og bæjarfulltrúi í Reykjavík frá 1910 til 1914.
Ævi og störf
breytaPétur fæddist á Bjarnastöðum í Saurbæjarhreppi. Lærði bókband hjá Arinbirni Sveinbjarnarsyni og lagði lengi stund á iðngrein sína.
Var meðal stofnenda Verkamannafélagsins Dagsbrúnar árið 1906 og ritstýrði þá fyrsta málgagni verkamanna á Íslandi, Alþýðublaðinu hinu fyrra. Varð annar formaður Dagsbrúnar árið 1908. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hreyfingu launafólks og félög bókbindara.
Var kjörinn í bæjarstjórn Reykjavíkur af lista Dagsbrúnar árið 1910, en í sömu kosningum náði gamli bókbandsmeistari hans, Arinbjörn Sveinbjarnarson kjöri fyrir Heimastjórnarflokkinn.
Heimild
breyta- Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.