Tyrkland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Tyrkland hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 34 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1975. Frá innleiðingu undankeppnanna árið 2004, komst landið ekki áfram í eitt skipti, árið 2011. Tyrkland hefur unnið keppnina einu sinni sem var árið 2003 og þar af leiðandi hélt keppnina árið eftir í Istanbúl (2004).
Tyrkland | |
---|---|
Sjónvarpsstöð | Türkiye Radyo ve Televizyon Kurumu (TRT) |
Söngvakeppni | Engin |
Ágrip | |
Þátttaka | 34 (33 úrslit) |
Fyrsta þátttaka | 1975 |
Besta niðurstaða | 1. sæti: 2003 |
Núll stig | 1983, 1987 |
Tenglar | |
Síða Tyrklands á Eurovision.tv |
Tyrkland endaði í seinasta sæti í sinni fyrstu þátttöku árið 1975 og fékk núll stig árin 1983 og 1987. Fyrsta niðustaða innan topp-10 kom árið 1986, með Klips ve Onlar í níunda sæti. Sebnem Paker náði fyrstu topp-5 niðurstöðu árið 1997, í þriðja sæti með laginu „Dinle“.
Fyrsti sigur landsins kom árið 2003 þegar Sertab Erener vann með laginu „Everyway That I Can“. Landið endaði aðeins 2 stigum fyrir ofan Belgíu. Aðrar topp-5 niðurstöður voru með Athena (2004), Kenan Doğulu (2007) og Hadise (2009) í fjórða sæti, og nýþungarokkhljómsveitin maNga (2010) í öðru sæti. Eftir árið 2012, dró landið sig úr keppni.
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
breyta1 | Sigurvegari |
2 | Annað sæti |
3 | Þriðja sæti |
Síðasta sæti | |
Framlag valið en ekki keppt |
Ár | Flytjandi | Lag | Tungumál | Úrslit | Stig | U.úrslit | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1975 | Semiha Yankı | Seninle Bir Dakika | tyrkneska | 19 | 3 | Engin undankeppni | |
1978 | Nilüfer & Nazar | Sevince | tyrkneska | 18 | 2 | ||
1979 | Maria Rita Epik & 21. Peron | Seviyorum | tyrkneska | Dregið úr keppni [a] | |||
1980 | Ajda Pekkan | Pet'r Oil | tyrkneska | 15 | 23 | Engin undankeppni | |
1981 | Modern Folk Trio & Ayşegül | Dönme Dolap | tyrkneska | 18 | 9 | ||
1982 | Neco | Hani? | tyrkneska | 15 | 20 | ||
1983 | Çetin Alp & The Short Waves | Opera | tyrkneska | 19 | 0 | ||
1984 | Beş Yıl Önce, On Yıl Sonra | Halay | tyrkneska | 12 | 37 | ||
1985 | MFÖ | Diday Diday Day | tyrkneska | 14 | 36 | ||
1986 | Klips ve Onlar | Halley | tyrkneska | 9 | 53 | ||
1987 | Seyyal Taner & Lokomotif | Şarkım Sevgi Üstüne | tyrkneska | 22 | 0 | ||
1988 | MFÖ | Sufi | tyrkneska | 15 | 37 | ||
1989 | Pan | Bana Bana | tyrkneska | 21 | 5 | ||
1990 | Kayahan | Gözlerinin Hapsindeyim | tyrkneska | 17 | 21 | ||
1991 | İzel Çeliköz, Reyhan Karaca & Can Uğurluer | İki Dakika | tyrkneska | 12 | 44 | ||
1992 | Aylin Vatankoş | Yaz Bitti | tyrkneska | 19 | 17 | ||
1993 | Burak Aydos | Esmer Yarim | tyrkneska | 21 | 10 | Kvalifikacija za Millstreet | |
1995 | Arzu Ece | Sev | tyrkneska | 16 | 21 | Engin undankeppni | |
1996 | Şebnem Paker | Beşinci Mevsim | tyrkneska | 12 | 57 | 7 | 69 |
1997 | Şebnem Paker & Grup Etnik | Dinle | tyrkneska | 3 | 121 | Engin undankeppni | |
1998 | Tüzmen | Unutamazsın | tyrkneska | 14 | 25 | ||
1999 | Tuba Önal | Dön Artık | tyrkneska | 16 | 21 | ||
2000 | Pınar Ayhan & Grup SOS | Yorgunum Anla | tyrkneska, enska | 10 | 59 | ||
2001 | Sedat Yüce | Sevgiliye Son | tyrkneska, enska | 11 | 41 | ||
2002 | Buket Bengisu & Group Safir | Leylaklar Soldu Kalbinde | tyrkneska, enska | 16 | 29 | ||
2003 | Sertab Erener | Everyway That I Can | enska | 1 | 167 | ||
2004 | Athena | For Real | enska | 4 | 195 | Sigurvegari 2003 [b] | |
2005 | Gülseren | Rimi Rimi Ley | tyrkneska | 13 | 92 | Topp 12 árið fyrr [c] | |
2006 | Sibel Tüzün | Superstar | tyrkneska, enska | 11 | 91 | 8 | 91 |
2007 | Kenan Doğulu | Shake It Up Şekerim | enska | 4 | 163 | 3 | 197 |
2008 | Mor ve Ötesi | Deli | tyrkneska | 7 | 138 | 7 | 85 |
2009 | Hadise | Düm Tek Tek | enska | 4 | 177 | 2 | 172 |
2010 | maNga | We Could Be the Same | enska | 2 | 170 | 1 | 118 |
2011 | Yüksek Sadakat | Live It Up | enska | Komst ekki áfram | 13 | 47 | |
2012 | Can Bonomo | Love Me Back | enska | 7 | 112 | 5 | 80 |
Engin þátttaka síðan 2012 (12 ár) |
- ↑ Dregið úr keppni eftir að önnur lönd í Mið-Austurlöndunum þrýstu á tyrknesku ríkisstjórnina, þar sem að keppnin var haldin í umdeildu borginni Jerúsalem.
- ↑ Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
- ↑ Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.