Himalajaþöll, (fræðiheiti) Tsuga dumosa, eða á kínversku, Yunnan tieshan (einfölduð kínv. = 云南铁杉 , hefðbundin kínv. = 雲南鐵杉 framb. = Yúnnán tiěshān), er tegund af barrtrjám ættuð frá austur Himalajafjöllum. Þar vex hún í hlutum Nepal, Indlands, Bútan, Búrma , Víetnam, Tíbet, og Kína. Innan búsvæðis þess er það notað í byggingar sem og húsgögn. Í Evrópu og Norður-Ameríku, kemur hún einstöku sinnum fyrir sem prýðistré og var fyrst flutt til Bretlands 1838.

Himalajaþöll

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þöll (Tsuga)
Tegund:
T. dumosa

Tvínefni
Tsuga dumosa
(D. Don) Eichler
Samheiti

Tsuga yunnanensis subsp. dura (Downie) E. Murray
Tsuga yunnanensis (Franch.) E. Pritz.
Tsuga wardii Downie
Tsuga leptophylla Hand.-Mazz.
Tsuga intermedia Hand.-Mazz.
Tsuga dura Downie
Tsuga dumosa var. yunnanensis (Franch.) Silba
Tsuga dumosa subsp. leptophylla (Hand.-Mazz.) E. Murray
Tsuga chinensis subsp. wardii (Downie) E. Murray
Tsuga calcarea Downie
Tsuga brunoniana var. typica Patschke
Tsuga brunoniana (Wall.) Carrière
Pinus dumosa D. Don
Pinus brunoniana Wall.
Abies yunnanensis Franch.
Abies dumosa (D. Don) Mirb.
Abies brunoniana (Wall.) Lindl.

Lýsing

breyta

Tsuga dumosa er tré sem verður 20 til 25 metra há og einstaka sinnum að 40m há. Þvermálið í brjósthæð er oft 40 til 50 sm, en getur orðið meir en 100 sm.[2] Krónan á litlum trjám er egglaga. Eldri tré eru oft með marga stofna upp af einum eða tvem aðalstofnum, særstaklega ræktuð. Króna fullvaxinna trjáa er breið, óreglulega pýramýdalaga og gisin. Börkurinn er svipaður og á gömlu lerki: nokkuð bleikleitur til grábrúnn og með breiðum og grunnum og flögnuðum sprungum.[3] Greinarnar eru skástæðar til hornréttar. Smágreinarnir eru rauðbrúnar eða grágular á fyrsta ári og hærðar. Tveggja til þriggja ára greinar grábrúnar eða dökkgráar með blaðörum. Timbrið er fínlegt brúngult og beinum æðum.[2]


Útbreiðsla og búsvæði

breyta

Tsuga dumosa vex almennt í Himalajafjöllum. Í Indlandi, hún kemur fyrir frá Uttarakhand í vestri til Arunachal Pradesh í austri. Svæðið nær áfram suðaustur til norður Búrma og Víetnam, og norðaustur til suðaustur Tíbet og í Kína, þar sem hún kemur fyrir í norðaustur Yunnan og suðaustur Sichuan. Yfirleitt er hún þar á fjallshlíðum og árdölum í 2300 til 3500 metra hæð.[4] Í Víetnam finnst hún bara yfir 1500 metra hæð, á Hoang Lien Son fjalli. Þar vex hún í bland við Rhododendron spp. og Abies pindrow, þó hún geti einnig verið í hreinum skógi. Hún er aðlöguð svæðum með köldu loftslagi og mikilli úrkomu og raka.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Yang, Y.; Luscombe, D. & Rushforth, K. (2013). Tsuga dumosa. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42434A2979998. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42434A2979998.en. Sótt 14. desember 2017.
  2. 2,0 2,1 2,2 Earle, Christopher J. (2006). Tsuga dumosa. The Gymnosperm Database. Sótt 13. maí 2007.
  3. Mitchell, Alan (1974). Trees of Britain & Northern Europe. London: Harper Collins Publishers. bls. 146–147. ISBN 0-00-219213-6.
  4. Snið:Netheimild


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.