Torýar
(Endurbeint frá Torýi)
Torýar var heitið á hægrisinnaðri breskri stjórnmálahreyfingu og seinna stjórnmálaflokki. Hreyfingin var stofnuð árið 1678, en nafnið var lagt niður árið 1834 þegar flokkurinn breyttist í Íhaldsflokkinn. Flokkurinn tók þátt í 39 þingkosningum frá 1661 til 1832. Torýar áttu tíu breska forsætisráðherra frá 1762 til 1834. Þeir voru John Stuart, Frederick North, William Pitt yngri, Henry Addington, William Cavendish-Bentinck, Spencer Perceval, Robert Jenkinson, George Canning, Frederick John Robinson og Arthur Wellesley. Flokkurinn var stofnaður sem mótvægisafl gegn Viggum sem að voru lengi eini flokkurinn í Bretlandi.