Terra Nova-þjóðgarðurinn

Terra Nova-þjóðgarðurinn (enska: Terra Nova National Park) er þjóðgarður á austurströnd Nýfundnalands. Hann var stofnaður árið 1957 og er 400 ferkílómetrar að stærð. Nafnið kemur frá latneska heiti Nýfundnalands. Salton's Brook er þar sem þjónustu má helst finna innan þjóðgarðsins.

Terra Nova.
Skóglendi.

Í þjóðgarðinum eru sjávarklettar, skógi vaxnar hæðir, mýrar og tjarnir. Meðal dýra á svæðinu eru: Elgur, hreindýr, svartbjörn, rauðrefur, snæhéri, gjóður, skallaörn, lundi gaupa, otur, minkur og bjór. Helstu barrtré eru svartgreni og balsamþinur.

Tengill breyta

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Terra Nova National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. jan 2017.