Ted Danson

bandarískur leikari

Ted Danson (fæddur Edward Bridge Danson III, 29. desember 1947) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers og Becker, ásamt kvikmyndunum Three Men and a Baby og Three Men and a Little Lady.

Ted Danson
Ted Danson
Ted Danson
Upplýsingar
FæddurEdward Bridge Danson III
29. desember 1947 (1947-12-29) (76 ára)
Ár virkur1975 -
Helstu hlutverk
Sam Malone í Cheers
Dr. John Becker í Becker
Jack Holden í Three Men and a Baby og Three Men and a Little Lady
D.B. Russell í CSI: Crime Scene Investigation

Einkalíf

breyta

Danson fæddist í San Diego, Kaliforníu en ólst upp í Flagstaff, Arizona. Stundaði nám við Stanford-háskólann áður en hann flutti sig yfir til Carnegie Mellon háskólann í Pittsburgh, Pennsylvaníu þaðan sem hann útskrifaðist með BA-gráðu í drama árið 1973.

Árið 1999 fékk Danson stjörnu á Hollywood Walk of Fame.

Þann 27. September 2007 þá upplýsti Danson í viðtali við Conan O'Brien að hann væri grænmetisæta.[1]

Fjölskylda

breyta

Danson hefur verið giftur þrisvar sinnum:

  • Randy Gosch (núna sem Randy Danson) frá 1970-1975.
  • Casey Coates frá 1977-1993; tvö börn.
  • Mary Steenburgen frá 1995; tvö stjúpbörn.

Þegar Danson og Coates eignuðust sitt fyrsta barn þá varð hún fyrir slagi og sá Danson um hana í mörg ár á meðan hún jafnaði sig. Seinna meir þá ættleiddu þau stelpu. Danson hélt framhjá Coates með Whoppi Goldberg sem leiddi til skilnaðar þeirra, sem varð einn dýrasti skilnaður Hollywoods á sínum tíma en Danson þurfti að borga Coates 30 milljónir dollara.[2]

Umhverfisstefna

breyta

Áhugi Danson á umhverfinu byrjaði þegar hann var 12 ára, þegar Bill Breed, minjavörður við Museum of Northern Arizona kynnti Danson og vin hans Marc Gaede fyrir leik sem hann kallar billboarding. Með öxi og sög í hönd, þá eyðilögðu Breed, Danson og Gaede yfir 500 skilti og ólögleg fuglahús. [3] Áhugi hans jókst með árunum og byrjaði Danson að hafa áhyggjur af menguninni í sjónum. Um miðjan níunda áratuginn þá stofnaði hann American Oceans Campaigns, sem sameinaðist síðan Oceana árið 2001, þar sem Danson er stjórnarmeðlimur.[4]

Í mars 2011, þá gaf Danson út fyrstu bók sína, Oceana: Our Endangered Oceans And What We Can Do To Save Them, sem er skrifuð með blaðamanninum Michael D'Orso.

Stjórnmál

breyta

Danson er vinur fyrrverandi forseta bandaríkjanna Bill Clinton en svo náinn er vinskapur Danson við Clinton hjónin að hann var viðstaddur brúðkaup dóttur þeirra Chelsea þann 31.júlí 2010.[5] Danson hefur gefið í kringum 85,000 dollara til Demókrata frambjóðandanna Al Gore, John Edwards, Barbara Boxer, Bill Clinton, Al Franken, og John Kerry. Einnig hefur Danson gefið í Demókrataflokkinn í Arkansas og Demókrata öldungarþings herferðarnefndina. Danson og Steenburgen aðstoðuðu Hillary Clinton við forsetaframboð hennar árið 2008.[6]

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Danson byrjaði sjónvarpsferil sinn í sápu óperunni Somerset þar sem hann lék Tom Conway frá 1975-1976. Eftir það kom hann fram í þáttum á borð við: Mrs. Columbo, Trapper John, M.D., Magnum, P.I. og Taxi.

Árið 1982 þá var Danson boðið hlutverk í nýjum sjónvarpsþætti sem kallaðist Cheers, lék hann Sam Malone, fyrrverandi hafnarboltastjörnu og bareiganda. Lék hann Malone alveg til ársins 1993. Danson var tilnefndur ellefu sinnum til Emmy verðlaunanna sem hann vann tvisvar sinnum, ásamt því að vera tilnefndur níu sinnum til Golden Globe verðlaunanna sem hann vann tvisvar sinnum. Danson kom einnig fram sem Sam Malone í Frasier, The Jim Henson Hour og The Simpsons.

Eftir Cheers þá kom Danson fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: Pearl, Ink og Grosse Pointe. Árið 1998 þá var honum boðið hlutverk í Becker sem læknirinn Dr. John Becker sem hann lék til ársins 2004. Síðan þá hefur hann komið fram sem gestaleikari í Heist, King of the Hill, Curb Your Enthusiasm sem hann sjálfur og Damages.

Í júlí 2010 tilkynnti CBS sjónvarpsstöðin að Ted Danson hafði verið ráðinn sem D.B. Russell hinn nýji yfirmaður næturvaktarinnar í CSI: Crime Scene Investigation. Höfðu Tony Shaloub, Robin Williams og John Lithgow einnig verið skoðaðir fyrir hlutverkið.[7][8][9]

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Danson er í The Onion Field frá 1979. Kom síðan fram í kvikmyndum á borð við : Creepshow, Little Treasure og A Fine Mess. Árið 1987 þá lék hann á móti Tom Selleck og Steve Guttenberg í Three Men and a Baby og framhaldsmyndinni Three Men and a Little Lady frá 1990. Síðan þá hefur hann komið fram í Loch Ness, Saving Private Ryan, Mad Money og The Open Road.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1979 The Onion Field Rannsóknarfulltrúinn Ian James Campbell
1981 Body Heat Peter Lowenstein
1982 Creepshow Harry Wentworth Hluti: Something To Tide You Over
1985 Little Treasure Eugene Wilson
1896 Just Between Friends Chip Davis
1986 A Fine Mess Spence Holden
1987 Three Men and a Baby Jack Holden
1989 Cousins Larry
1989 Dad John Tremont
1990 Three Men and a Little Lady Jack Holden
1993 Made in America Halbert ´Hal´ Jackson
1994 Getting Even with Dad Raymond ´Ray´ Gleason
1994 Pontiac Moon Washington Bellamy
1996 Loch Ness Dempsey
1998 Jerry and Tom Maðurinn sem elskaði Vicki
1998 Homegrown Gianni Saletzzo
1998 Saving Private Ryan Capteinn Fred Hamill
1999 Mumford Jeremy Brockett
2004 Fronterz ónefnt hlutverk
2005 The Moguls Moose
2006 Bye Bye Benjamin Bill
2007 Nobel Son Harvey Parrish
2008 Mad Money Don Cardigan
2008 The Human Contract E.J. Winters
2009 The Open Road Þjálfari
2011 Fight for Your Right Revisited Maitre D´
2011 Jock Pezulu Talaði inn á
Kvikmyndatökum lokið
2012 Big Miracle ónefnt hlutverk Kvikmyndatökum lokið
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1975-1976 Somerset Tom Conway ónefndir þættir
1977 The Doctors Mitch Pierson 2 þættir
1979 The Amazing Spider-Man Major Collings 2 þættir
1979 Mrs. Columbo Richard Dellinger Þáttur: Ladies of the Afternoon
1979 Trapper John, M.D. Særður maður á sjúkrabörum Þáttur: Love Is a Three-Way Street
óskráður á lista
1979 The French Atlantic Affair Aðstoðarmaður Dr. Clemens Sjónvarpsmínisería
óskráður á lista
1979 B.J. and the Bear Tom Spencer Þáttur: Silent Night, Unholy Night
1980 Laverne & Shirley Randy Carpenter Þáttur: Why Did the Fireman
1980 Family David Bartels Þáttur: Daylight Serenade
1980 The Women´s Room Norman Sjónvarpsmynd
1980 Once Upon a Spy Jack Chenault Sjónvarpsmynd
1981 Benson Dan 2 þættir
1981 Magnum P.I. Stewart Crane Þáttur: Don´t Say Goodbye
1981 Dear Teacher Steve Goodwin Sjónvarpsmynd
1981 Our Family Business Gep Sjónvarpsmynd
1982 Taxi Vincenzo Senaca Þáttur: The Unkindest Cut
1982 Tucker´s Witch Danny Kirkwood Þáttur: The Good Witch of Laurel Canyon
1983 Allison Sydney Harrison David Harrison Sjónvarpsmynd
1983 Super Bowl XVII Pre-Game Show Sam Malone óskráður á lista
1983 Cowboy Dale Weeks Sjónvarpsmynd
1984 Something About Amelia Steven Bennett Sjónvarpsmynd
1986 When the Bough Breaks Alex Sjónvarpsmynd
1987 We Are the Children ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1988 Mickey´s 60th Birthday Sam Malone Mickey´s 60th Birthday Anniversary Shorts Programme
1982-1993 Cheers Sam Malone 270 þættir
1994 The Simpsons Sam Malone Þáttur: Fear of Flying
1995 Frasier Sam Malone Þáttur: The Show Where Sam Shows Up
1996 Gulliver´s Travels Lemuel Gulliver Sjónvarpsmynd
1997 Pearl Sal Þáttur: The Write Stuff: Part 2
1996-1997 Ink Mike Logan 22 þættir
1998 Veronica´s Closet Nick Vanover Þáttur: Veronica´s $600,000 Pop
1998 Thanks of a Grateful Nation Jim Tuite Sjónvarpsmynd
2000 Grosse Pointe Jack the Dog Þáttur: Sleeping with the Enemy
2002 Living with the Dead James Van Praagh Sjónvarpsmynd
2002 Electric Playground ónefnt hlutverk Þáttur nr. 8.4
2003 Gary the Rat Terry McMillian Þáttur: Megers and Acquisions
Talaði inn á
1998-2004 Becker Dr. John Becker 129 þættir
2004 It Must Be Love George Gazelle Sjónvarpsmynd
2005 Our Fathers Mitchell Garabedian Sjónvarpsmynd
2005 Knights of the South Bronx Richard Sjónvarpsmynd
2006 Guy Walks Into a Bar ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2006 Heist Tom Þáttur: Hot Diggity
2006-2007 Help Me Help You Dr. Bill Hoffman 14 þættir
2008 King of the Hill Tom Hammond Þáttur: The Accidental Terrorist
2009 The Magic 7 Pabbi Seans Sjónvarpsmynd
Talaði inn á
2000-2009 Curb Your Ethusiasm Sem hann sjálfur 12 þættir
2007-2010 Damages Arthur Frobisher 23 þættir
2010 Tim and Eric Awesome Show, Great Job! Litli Danson maðurinn Þáttur: Greene Machine
2009-2011 Bored to Death George Christopher 21 þættir
2011- CSI: Crime Scene Investigation D.B. Russell 12 þættir til þessa

Verðlaun og tilnefningar

breyta

American Comedy verðlaunin

  • 1991: Verðlaun sem fyndnasti leikarinn í sjónvarpi fyrir Cheers.
  • 1990: Tilnefndur sem fyndnasti leikarinn í sjónvarpi fyrir Cheers.
  • 1990: Tilnefndur sem fyndnasti aukaleikari í kvikmynd fyrir Dad.

Emmy verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir Damages.
  • 2009: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir Damages.
  • 2008: Tilnefndur sem besti aukaleikari í dramaseríu fyrir Damages.
  • 1993: Verðlaun sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1992: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1991: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1990: Verðlaun sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1989: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1988: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1987: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1986: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1985: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í sérstakriseríu fyrir Something About Amelia.
  • 1983: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Cheers.

Golden Globes verðlaunin

  • 2008: Tilnefndur sem besti aukaleikari í seríu, míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Damages.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Becker.
  • 1993: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1992: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1991: Verðlaun sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1990: Verðlaun sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1989: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1987: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1985: Verðlaun sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Something About Amelia.
  • 1985: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Cheers.

Satellite verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Help Me Help You.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Our Fathers.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Living with the Dead.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngvaseríu fyrir Becker.
  • 1997: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Gulliver´s Travels.

Screen Actors Guild verðlaunin

TV Guide verðlaunin

  • 1999: Tilnefndur sem uppáhalds stjarnan í nýrri seríu fyrir Becker.

TV Land verðlaunin

  • 2007: Verðlaun fyrir Break Up That Was So Bad It Was Good í Cheers með Shelley Long.
  • 2006: Legend Award fyrir Cheers með John Ratzenberger, Rhea Perlman og Shelley Long.
  • 2006: Tilnefndur fyrir besta kossinn fyrir Cheers með Shelley Long.

Tilvísanir

breyta
  1. „Tonights Guest Ted Danson“. 27. mars 2007. Sótt 10. júlí 2010.
  2. Singh, Anita (14. apríl 2009). „Mel Gibson to top the list of biggest celebrity payouts“. London: The Telegraph. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. janúar 2010. Sótt 10. júlí 2010.
  3. Chase, Alston (1995). In A Dark Wood. Houghton Mifflin. bls. xvii. ISBN 0-395-60837-6.
  4. „Ted Danson: acting for the oceans - interview with actor and American Oceans Campaign co-founder Ted Danson | E: The Environmental Magazine | Find Articles at BNET.com“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. ágúst 2010. Sótt 6. október 2011.
  5. „Chelsea Clinton Marries Marc Mezvinsky“. The People. 31. júlí 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. október 2011. Sótt 1. ágúst 2010.
  6. „Danson to Hit the Road for Clinton Again“. The Washington Post. 15. febrúar 2008. Sótt 10. júlí 2010.
  7. Rice, Lynette; Hibberd, James (12. júlí 2011). „Breaking: Ted Danson takes over 'CSI'. Entertainment Weekly. Afrit af upprunalegu geymt þann júlí 13, 2011. Sótt 13. júlí 2011.
  8. McEvoy, Colin (13. júlí). „Ted Danson to join the cast of 'CSI: Crime Scene Investigation'. The Express-Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. júlí 2011. Sótt 13. júlí 2011.
  9. „Ted Danson moves to 'CSI'. Variety. 12. júlí 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann júlí 13, 2011. Sótt 13. júlí 2011.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta