John Edwards
Johnny Reid „John“ Edwards (f. 10. júní 1953) er bandarískur stjórnmálamaður, fæddur í Seneca í Suður-Karólínufylki. Hann var öldungardeildarþingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Norður-Karólínufylki á árunum 1999-2005. Edwards sóttist eftir útnefningu Demókrata sem forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum 2004 og 2008 og var varaforsetaefni Johns Kerry árið 2004.
Þessi æviágripsgrein sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.