Tai-vatn
31°14′N 120°8′A / 31.233°N 120.133°A
Tai vatn eða Taihu (kínverska: 太湖; rómönskun: Tài Hú), er stórt stöðuvatn á Jangtse óshólmasvæðinu og eitt stærsta ferskvatnsvatn í austurhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Vatnið liggur í Jiangsu-héraði og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að Zhejiang héraði.
Myndun vatnsins
breytaVatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt er um tveir metrar.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til Austur-Kínahafs, um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kenndur er við borgina Suzhou og rennur meðal annars í gegnum miðborg Sjanghæ.[1]
Saga
breytaAuk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga Miklaskurði og þess hluta hans er tengir borgirnar Peking og Hangzhou.[2]
Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli vatnsins á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.[3]
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Gerð frárennslisskurða og varnargarða hefur skapað flókið áveitumynstur. Nú er unnið að því að beina hluta Jangtse fljóts til Tai vatns til að draga úr rýrnun þess og auka flæði og hreinsunargetu þess.[4]
Í árslok 2021 opnuðu lengstu neðansjávargöng Kína (10,79 kílómetrar) undir Tai-vatn sem hluti af Suzhou-Wuxi-Changzhou suðurhraðbrautinni. [5]
Norðaustanmegin afmarkast vatnið af upplendi - hæðahrygg sem einnig skarast út í vatnið sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.[3]
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar. Svæðið, sérstaklega í austri nálægt Suzhou borg og í norðri í kringum Wuxi borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Nokkrar eyjanna í austurhluta vatnsins eru frægir trúarstaðir daóista og búddista og á þeim búa nokkur þúsund manns, sem rækta ávexti og veiða í vatninu.
Mengun
breytaTai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir Poyang og Dongting vötnum. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.[6] Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra blágerla eða þörungar á yfirborði vatnsins.[7][8] Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í mjög kostnaðarsama umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.[9] Á þriðja þúsund verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.[10][11] Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.[12]
Tengt efni
breyta- Vefsíða Travel China Guide: Tai vatn Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
- Vefsíða Wikivoyage um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
- Strandhéraðið Jiangsu í austurhluta Kína.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Lake Tai“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. ágúst 2022.
- „Britannica: Tangshan“. The Editors of Encyclopaedia. 13. febrúar 2022. Sótt 16. ágúst 2022.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Suzhou Creek“, Wikipedia (enska), 22. júlí 2022, sótt 18. ágúst 2022
- ↑ „太湖“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 23. júní 2022, sótt 18. ágúst 2022
- ↑ 3,0 3,1 „Lake Tai | lake, China | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 18. ágúst 2022.
- ↑ „引江济太工程“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 1. febrúar 2022, sótt 18. ágúst 2022
- ↑ Ma Chenguang & Zhuang Qiange (6. janúar 2022). „Major tunnel in Jiangsu opens to traffic“. China Daily - China Daily Information Co (CDIC). Sótt 26. ágúst 2022.
- ↑ „Lake Tai“, Wikipedia (enska), 14. júlí 2022, sótt 18. ágúst 2022
- ↑ „2007年太湖蓝藻污染事件“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 2. ágúst 2022, sótt 18. ágúst 2022
- ↑ „Taihu: Green Wash or Green Clean? | Wilson Center“. www.wilsoncenter.org (enska). Sótt 18. ágúst 2022.
- ↑ „Long struggle for a cleaner Lake Tai“. China Dialogue (enska). 14. febrúar 2012. Sótt 18. ágúst 2022.
- ↑ Cang Wei - Nanjing (19. maí 2021). „Cleanup program ensures lake's water quality“. CHINA DAILY. Sótt 26. ágúst 2022.
- ↑ „Biological Restoration of water and land“. Greenpeace International (enska). Sótt 18. ágúst 2022.
- ↑ Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng (30. mars 2019). „Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts“ (PDF). Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356. Sótt 16. ágúst 2022.