Röntgengeislun
(Endurbeint frá Röntgengeisli)
Röntgengeislun er jónandi rafsegulgeislun með bylgjulengd á bilinu 10 til 0,01 nanómetra. Nefnd eftir Wilhelm Conrad Röntgen sem fyrstur rannsakaði hana og uppgötvaði 8. nóvember árið 1895. Ljósmyndir teknar með röntgengeislum eru nefndar röntgenmyndir og eru mikið notaðar við sjúkdómsgreiningu. Á spítölunum sjá geislafræðingar um röntgenmyndatökur.
Raffræðilegur geislaskammtur er mældur í einingunni röntgen og táknuð með R og er sá geislaskammtur af röntgen- eða gammageislum sem myndar einingarskammt af já- og neikvæðum jónum í hverju kílógrammi af lofti.