Tímatal
Tímatal er aðferð mannsins til þess að skrásetja atburði í tíma. Til þess setjum við atburði upp í t.d. tímaás og skoðum atburði þannig í samhengi og skiptum atburðum upp í hópa og köllum tímabil. Fræðigreinin sem fæst við athuganir á tímatali kallast tímatalsfræði.
Rannsóknir á tímatali áttu sér stað fyrir mörg þúsund árum og er talið víst að t.d. Egyptar hafi notast við ýmsar mælingar og athuganir (stjörnuskoðun) til þess að fylgjast með tímanum og sjá fyrir árlega viðburði svo sem flóð í ánni Níl.