Gammageisli
Gammageisli er rafsegulgeislun sem á uppruna sinn innan kjarna atóms í stað færslu rafeinda á milli brauta eins og venjulegt ljós og röntgengeislun á uppruna sinn í, eða þegar rafeind og jáeind rekast á og eyða hvor annarri.
Gammageislar eru orkuríkustu geislar rafsegulrófsins og eru því hættulegastir fyrir lifandi vefi en eru einnig þeir geislar sem eiga minnsta möguleika á að hafa áhrif á atómin sem byggja upp líkamsvefi lífvera. Vegna þess hversu litlar líkur eru á því að gammageisli víxlverki við atóm þarf mikið og þykkt efni til að verjast gammageislunar.
Þeir heita svo fyrir þær sakir að hafa verið þriðju geislar sem hafa verið teknir til skipulagðra rannsókna en 'g' er þriðji stafurinn í gríska stafrófinu.